Leiðinlegast að bíða í biðröð 10. ágúst 2004 00:01 Sóley og Unnur Konráðsdætur eru átta ára tvíburar sem ganga í 3. bekk Laugarnesskóla í vetur. Kannski væri nær að segja hjóla því þær segjast ætla að nota hjólin sem farartæki í skólann. Eina stóra umferðargötu þurfa þær að fara yfir, Sundlaugarveginn, en eru svo heppnar að þar eru gönguljós svo þær geta stöðvað bílana og komist yfir. Þær hlakka til að byrja í skólanum en vita ekki alveg hvenær hann verður settur þar sem endurbætur standa yfir á húsnæðinu. "Það er verið að stækka skólann okkar og setja í hann eldhús. Við fáum örugglega að baka þar og þá getum hætt að baka í skólastofunni," segja þær og síðan kemur hin fjörlegasta frásögn af bökunardegi í þrengslum skólastofunnar þar sem sá heppnasti fékk yfir sig fulla skál af súkkulaðikökudeigi og sleikti að sjálfsögðu út um. Þegar kemur að því að velja skemmtilegustu námsgreinina er úr vöndu að ráða. "Ég held það sé samfélagsfræðin þar sem við lærum um hnöttinn, líkamann og risaeðlurnar," segir Unnur. Nú eru þær spurðar hvað sé leiðinlegast við skólann og í fyrstu segja þær að ekkert sé leiðinlegt. Svo tínist smávegis til. "Leiðinlegast er þegar maður þarf að standa í langri biðröð með verkefni til kennarans og frímínúturnar eru alveg að byrja," segir Unnur. "Já, og að þurfa að fara út í frímínútum þó að það sé hagl og snjór og rok og bylur og demba," bætir Sóley við. "En við lifum það samt af," segja þær svo hlæjandi. Fjármál Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sóley og Unnur Konráðsdætur eru átta ára tvíburar sem ganga í 3. bekk Laugarnesskóla í vetur. Kannski væri nær að segja hjóla því þær segjast ætla að nota hjólin sem farartæki í skólann. Eina stóra umferðargötu þurfa þær að fara yfir, Sundlaugarveginn, en eru svo heppnar að þar eru gönguljós svo þær geta stöðvað bílana og komist yfir. Þær hlakka til að byrja í skólanum en vita ekki alveg hvenær hann verður settur þar sem endurbætur standa yfir á húsnæðinu. "Það er verið að stækka skólann okkar og setja í hann eldhús. Við fáum örugglega að baka þar og þá getum hætt að baka í skólastofunni," segja þær og síðan kemur hin fjörlegasta frásögn af bökunardegi í þrengslum skólastofunnar þar sem sá heppnasti fékk yfir sig fulla skál af súkkulaðikökudeigi og sleikti að sjálfsögðu út um. Þegar kemur að því að velja skemmtilegustu námsgreinina er úr vöndu að ráða. "Ég held það sé samfélagsfræðin þar sem við lærum um hnöttinn, líkamann og risaeðlurnar," segir Unnur. Nú eru þær spurðar hvað sé leiðinlegast við skólann og í fyrstu segja þær að ekkert sé leiðinlegt. Svo tínist smávegis til. "Leiðinlegast er þegar maður þarf að standa í langri biðröð með verkefni til kennarans og frímínúturnar eru alveg að byrja," segir Unnur. "Já, og að þurfa að fara út í frímínútum þó að það sé hagl og snjór og rok og bylur og demba," bætir Sóley við. "En við lifum það samt af," segja þær svo hlæjandi.
Fjármál Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira