Árásir við upphaf þings 15. ágúst 2004 00:01 Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. Þrettán hundruð fulltrúar víðsvegar að í Írak komu í morgun saman til að ráða ráðum sínum og skipa þing. Tilgangur þessa var ekki síst að gefa fulltrúum ólíkra hópa tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hafa áhrif á lýðræðislegan gang mála í landinu. Greinilegt var að allir vildu láta í sér heyra. Gríðarleg öryggisgæsla var á fundarstaðnum og um svipað leyti og fundurinn hófst var gerð sprengjuárás skammt frá. Adnan Saleh, lögreglustjóri í Bagdad, segir eldflaug hafa lent á smárútu og kveikt í henni. Lögregluforingi, eiginkona hans og bróðir, sem í bílnum voru, létust öll. Sautján særðust í árásinni. Bardagar hófust enn á ný í helgu borginni Najaf í morgun eftir að friðarumleitanir runnu út í sandinn. Mehdi-sveitir harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs heita því að berjast til síðasta manns og þúsundir stuðningsmanna Sadrs streyma til borgarinnar til að fórna sér þar sem mannlegir skildir. Lögreglustjórinn í borginni hefur vísað fréttamönnum úr borginni af ótta við að þeir verði skotmörk hryðjuverkamanna. Fréttamaður AP í borginni segir lögreglumenn hafa skotið á hótel sem fréttamenn dvöldu í til að undirstrika skilaboðin. Í Fallujah gerðu bandarískar orustuflugvélar árásir á nokkurn fjölda skotmarka en undanfarna daga hafa borist fregnir af aukinni mótspyrnu þar. Íbúar segja fjölda fólks, þar á meðal börn, hafa særst í árásunum í dag. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. Þrettán hundruð fulltrúar víðsvegar að í Írak komu í morgun saman til að ráða ráðum sínum og skipa þing. Tilgangur þessa var ekki síst að gefa fulltrúum ólíkra hópa tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hafa áhrif á lýðræðislegan gang mála í landinu. Greinilegt var að allir vildu láta í sér heyra. Gríðarleg öryggisgæsla var á fundarstaðnum og um svipað leyti og fundurinn hófst var gerð sprengjuárás skammt frá. Adnan Saleh, lögreglustjóri í Bagdad, segir eldflaug hafa lent á smárútu og kveikt í henni. Lögregluforingi, eiginkona hans og bróðir, sem í bílnum voru, létust öll. Sautján særðust í árásinni. Bardagar hófust enn á ný í helgu borginni Najaf í morgun eftir að friðarumleitanir runnu út í sandinn. Mehdi-sveitir harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs heita því að berjast til síðasta manns og þúsundir stuðningsmanna Sadrs streyma til borgarinnar til að fórna sér þar sem mannlegir skildir. Lögreglustjórinn í borginni hefur vísað fréttamönnum úr borginni af ótta við að þeir verði skotmörk hryðjuverkamanna. Fréttamaður AP í borginni segir lögreglumenn hafa skotið á hótel sem fréttamenn dvöldu í til að undirstrika skilaboðin. Í Fallujah gerðu bandarískar orustuflugvélar árásir á nokkurn fjölda skotmarka en undanfarna daga hafa borist fregnir af aukinni mótspyrnu þar. Íbúar segja fjölda fólks, þar á meðal börn, hafa særst í árásunum í dag.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira