Runnar svigna undan rauðum berjum 19. ágúst 2004 00:01 Eitt af því sem fylgir hinum rómantíska ágústmánuði er uppskera á ýmsum gjöfum móður jarðar. Nú svigna greinar runna í görðum undan rauðum og bleikum berjum og lautir og hlíðar skarta lyngi með bláum og svörtum. Sjaldan hefur sprettan verið meiri, né þroskaskilyrðin betri, slík er árgæskan í landinu. Ber sem við höfum aðallega lesið um í þýddum sögum, eins og stikilsber, sem reyndar hafa verið hluti af garðaflóru Íslands um tíma, hafa að þessu sinni náð fullum þroska. Slíkt er ekki algengt. Að sögn Auðar Gunnarsdóttur, garðyrkjufræðings í Grasagarðinum, eru til nokkur yrki af stikilsberjum sem gefa mismunandi lit ber, frá hvítum að rauðum. Hindber eru líka komin til að vera, einkum þó í garðskálum, en þó segir hún stöðugar kynbætur fara fram bæði á þeim og öðrum tegundum þannig að þær verði sífellt harðgerari, auk þess sem fræðafólk á þessu sviði sé sífellt duglegra að sækja efnivið sem henti við okkar aðstæður. Þar á meðal er blendingur af sólberjum og stikilsberjum sem hægt er orðið að kaupa í gróðrarstöðvum. Hún bendir á að auk berja eins og bláberja, jarðarberja, sólberja, rifsberja, stikilsberja og reyniberja séu aldin af rósarunnum góð í sultu. gun@frettabladid.is Matur Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eitt af því sem fylgir hinum rómantíska ágústmánuði er uppskera á ýmsum gjöfum móður jarðar. Nú svigna greinar runna í görðum undan rauðum og bleikum berjum og lautir og hlíðar skarta lyngi með bláum og svörtum. Sjaldan hefur sprettan verið meiri, né þroskaskilyrðin betri, slík er árgæskan í landinu. Ber sem við höfum aðallega lesið um í þýddum sögum, eins og stikilsber, sem reyndar hafa verið hluti af garðaflóru Íslands um tíma, hafa að þessu sinni náð fullum þroska. Slíkt er ekki algengt. Að sögn Auðar Gunnarsdóttur, garðyrkjufræðings í Grasagarðinum, eru til nokkur yrki af stikilsberjum sem gefa mismunandi lit ber, frá hvítum að rauðum. Hindber eru líka komin til að vera, einkum þó í garðskálum, en þó segir hún stöðugar kynbætur fara fram bæði á þeim og öðrum tegundum þannig að þær verði sífellt harðgerari, auk þess sem fræðafólk á þessu sviði sé sífellt duglegra að sækja efnivið sem henti við okkar aðstæður. Þar á meðal er blendingur af sólberjum og stikilsberjum sem hægt er orðið að kaupa í gróðrarstöðvum. Hún bendir á að auk berja eins og bláberja, jarðarberja, sólberja, rifsberja, stikilsberja og reyniberja séu aldin af rósarunnum góð í sultu. gun@frettabladid.is
Matur Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira