Bíll fyrir milljónamæringa 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. lilja@frettabladid.is Bílar Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. lilja@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira