Bretar borða frá sér leiða og sút 23. ágúst 2004 00:01 43% Breta nota mat til að létta af sér leiðindum, einmanaleika og streitu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bretlandi á dögunum. Einnig er algengt að fólk leiti huggunar í mat eftir að hafa rifist við maka sinn. Einn fjórði þessara afþreyingaræta fær samviskubit að átinu loknu og annar fjórðungur telur að hamingjan liggi í minni líkamsþyngd. Ungar konur nota mat gjarna til að létta af sér áhyggjum og streitu en eru jafnframt í stærsta áhættuhópnum um átraskanir og algengt er að þær kasti upp mat sem innbyrtur er til að auka vellíðan, sem svo aftur eykur enn meir á vanlíðan þeirra. Aðrir halda hins vegar matnum niðri og stuðla þannig að offitu. Átraskanastofnun Englands telur þessar niðurstöður áhyggjuefni og að þær endurspegli áhersluna sem samfélagið leggur á ákveðið útlit. Þar á bæ er talið að átraskanir snúist um tilfinningar en ekki mat... Og meira um átraskanir. Nokkuð hefur borið á vefsíðum þar sem lystarstolssjúklingar styðja hver annan og gefa góð ráð til að léttast meira og hraðar með notkun ýmissa miður hollra aðferða. Lystarstolssjúklingar sýna hver öðrum samstöðu á slíkum síðum og fá stuðningsaðila til að hvetja þá áfram í leitinni að "fallegum" líkama. Einnig eru rauð armbönd orðin merki lystarstolssjúklinga sem eru ánægðir með hlutskipti sitt svo þeir þekki hver annan í daglegu lífi. Umræða er um það í Bandaríkjunum að lögsækja þá sem halda úti slíkum vefsíðum þar sem þar fari fram samskipti sem viðhalda sjúkdóminum í stað þess að benda á aðferðir til úrlausnar. Þetta hefur orðið til þess að æ fleiri af þessum vefsíðum eru nú óaðgengilegar öðrum en þeim sem hafa lykilorð og því er erfiðara að fylgjast með þeirri umræðu sem þar fer fram. Heilsa Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
43% Breta nota mat til að létta af sér leiðindum, einmanaleika og streitu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bretlandi á dögunum. Einnig er algengt að fólk leiti huggunar í mat eftir að hafa rifist við maka sinn. Einn fjórði þessara afþreyingaræta fær samviskubit að átinu loknu og annar fjórðungur telur að hamingjan liggi í minni líkamsþyngd. Ungar konur nota mat gjarna til að létta af sér áhyggjum og streitu en eru jafnframt í stærsta áhættuhópnum um átraskanir og algengt er að þær kasti upp mat sem innbyrtur er til að auka vellíðan, sem svo aftur eykur enn meir á vanlíðan þeirra. Aðrir halda hins vegar matnum niðri og stuðla þannig að offitu. Átraskanastofnun Englands telur þessar niðurstöður áhyggjuefni og að þær endurspegli áhersluna sem samfélagið leggur á ákveðið útlit. Þar á bæ er talið að átraskanir snúist um tilfinningar en ekki mat... Og meira um átraskanir. Nokkuð hefur borið á vefsíðum þar sem lystarstolssjúklingar styðja hver annan og gefa góð ráð til að léttast meira og hraðar með notkun ýmissa miður hollra aðferða. Lystarstolssjúklingar sýna hver öðrum samstöðu á slíkum síðum og fá stuðningsaðila til að hvetja þá áfram í leitinni að "fallegum" líkama. Einnig eru rauð armbönd orðin merki lystarstolssjúklinga sem eru ánægðir með hlutskipti sitt svo þeir þekki hver annan í daglegu lífi. Umræða er um það í Bandaríkjunum að lögsækja þá sem halda úti slíkum vefsíðum þar sem þar fari fram samskipti sem viðhalda sjúkdóminum í stað þess að benda á aðferðir til úrlausnar. Þetta hefur orðið til þess að æ fleiri af þessum vefsíðum eru nú óaðgengilegar öðrum en þeim sem hafa lykilorð og því er erfiðara að fylgjast með þeirri umræðu sem þar fer fram.
Heilsa Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira