Spornað við yfirskuldsetningu 8. september 2004 00:01 Hver eru eðlileg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu á mánuði? Hvaða vörutegundir þarf að kaupa til heimilisins og í hvaða magni? Hvað kostar síminn, æfingatímarnir og allt hitt? Hér á landi hefur ekki verið gerð nákvæm rannsókn á þessu á síðustu árum. Nágrannalöndin Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafa staðið sig betur og komið sér upp nákvæmum neyslustöðlum eða grunnum sem hafðir eru til viðmiðunar við alls konar útreikninga. "Norðmenn eru komnir einna lengst í að þróa sinn grunn og hann er öflugt verkfæri við almenna fjármálaráðgjöf og kennslu í skólum," segir Tryggvi Axelsson lögfræðingur, sem situr í norrænni nefnd um neytendamál. Hann tekur fram að í slíkri neysluviðmiðun sé ekki verið að tala um lágmarksframfærslu heldur raunverulegan og eðlilegan kostnað við meðalheimili fólks við góða heilsu. Þar séu til að mynda ákveðnar snyrtivörur teknar inn í, miðað við að unglingsstúlka sé á heimilinu og önnur smáatriði séu eftir því. Breytingar á vöxtum hafi að sjálfsögðu áhrif á grunninn og auðvelt sé að breyta dæminu eftir aðstæðum hverrar og einnar fjölskyldu með hjálp tölvutækninnar. "Þessi almenni grunnur hefur síðan nýst á hinum Norðurlöndunum til að búa til sérgrunna sem miðast við þarfir þeirra sem eru aldraðir, fatlaðir eða með langveik börn, svo dæmi sé tekið," segir Tryggvi. Hann telur brýnt að Íslendingar komi sér upp traustum neyslugrunni sem verða megi til að sporna við yfirskuldsetningu heimilanna í landinu. "Þar væri komið ákveðið skapalón yfir heimilishaldið. Lífsstíllinn í dag er þannig að við þurfum svona hjálpartæki," fullyrðir hann að lokum. Fjármál Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hver eru eðlileg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu á mánuði? Hvaða vörutegundir þarf að kaupa til heimilisins og í hvaða magni? Hvað kostar síminn, æfingatímarnir og allt hitt? Hér á landi hefur ekki verið gerð nákvæm rannsókn á þessu á síðustu árum. Nágrannalöndin Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafa staðið sig betur og komið sér upp nákvæmum neyslustöðlum eða grunnum sem hafðir eru til viðmiðunar við alls konar útreikninga. "Norðmenn eru komnir einna lengst í að þróa sinn grunn og hann er öflugt verkfæri við almenna fjármálaráðgjöf og kennslu í skólum," segir Tryggvi Axelsson lögfræðingur, sem situr í norrænni nefnd um neytendamál. Hann tekur fram að í slíkri neysluviðmiðun sé ekki verið að tala um lágmarksframfærslu heldur raunverulegan og eðlilegan kostnað við meðalheimili fólks við góða heilsu. Þar séu til að mynda ákveðnar snyrtivörur teknar inn í, miðað við að unglingsstúlka sé á heimilinu og önnur smáatriði séu eftir því. Breytingar á vöxtum hafi að sjálfsögðu áhrif á grunninn og auðvelt sé að breyta dæminu eftir aðstæðum hverrar og einnar fjölskyldu með hjálp tölvutækninnar. "Þessi almenni grunnur hefur síðan nýst á hinum Norðurlöndunum til að búa til sérgrunna sem miðast við þarfir þeirra sem eru aldraðir, fatlaðir eða með langveik börn, svo dæmi sé tekið," segir Tryggvi. Hann telur brýnt að Íslendingar komi sér upp traustum neyslugrunni sem verða megi til að sporna við yfirskuldsetningu heimilanna í landinu. "Þar væri komið ákveðið skapalón yfir heimilishaldið. Lífsstíllinn í dag er þannig að við þurfum svona hjálpartæki," fullyrðir hann að lokum.
Fjármál Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp