Fiskveiðihagsmunir mikilvægir 15. september 2004 00:01 Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Mikill munur er á stöðu sjávarútvegs í Evrópusambandinu og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri frumskýrslu nefndar er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setti saman um fiskveiðistefnu Íslands og Evrópusambandsins. Grundvallarmunurinn er fólginn í því að ríki ESB hafa framselt ákvörðunarvald til sambandsins en Íslendingar fara sjálfir með stjórn fiskveiðimála. Þá hefur sjávarútvegur litla efnahagslega þýðingu fyrir ESB miðað við þjóðarframleiðslu en gífurlega þýðingu fyrir íslenskan efnahag. Sjávarútvegur stendur undir 63 prósentum af verðmæti vöruútflutnings Íslendinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla í kring um sjávarútveg sé einfaldari á Íslandi. Allir þeir sem komi að málum hafi sameiginlega hagsmuni í því að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar til að ná fram hámarks efnahagslegum ávinningi á ábyrgan hátt. Í ESB eru ákvarðanir teknar af ráðherraráði þar sem öll ríki sambandsins hafa atvkæðarétt þótt hagsmunir þeirra af sjávarútvegi séu engir. Ákvarðanir um fiskveiðistjórnun geta því verið notaðar sem skiptimynt í óskyldum málum. Einnig segja nefndarmenn að ítrekað sé gengið gegn tillögum framkvæmdastjórnar ESB í fiskveiðimálum, sem byggð er á ráðgjöf vísindamanna um leyfilegan hámarksafla. Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðunarmörkum, eða sem óheimilt er að veiða, hvort sem hann er lifandi eða ekki. Talið er að fiskur sem dreginn er um borð í skip drepist í flestum tilfellum þótt honum sé sleppt lifandi í sjóinn. Á Íslandi er brottkast bannað og margvíslegar reglur eru í gildi til að koma í veg fyrir það. Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að ýmsir þættir sameiginlegrar fiskveiðistefnu Evrópusambandsins fari í bága við hagsmuni og réttindi Íslendinga. Það sé almenn skoðun meðal Íslendinga að við getum ekki gerst aðildarríki ESB án þess að sérstaða okkar gagnvart sjávarútvegi verði metin og tryggði til frambúðar í aðildarsamningi með varanlegu fyrirkomulagi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira