Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 14:30 Halla Hrund Logadóttir gerði stöðuna á Gasa að umræðuefni á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, var nokkuð niðri fyrir vegna ástandsins á Gasa þegar hún kvaddi sér hljóðs um málið í störfum þingsins á Alþingi í dag. Halla Hrund kallaði eftir því að þær sem fari með völdin á Íslandi standi við stóru orðin sem höfð hafi verið uppi í aðdraganda kosninga. Það þýði að mati Höllu Hrundar ekki að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttunni en fylgja því svo ekki eftir þegar til valda er komið. Líkt og fjallað hefur verið um í fréttum ríkir alvarlegt ástand á Gasa en síðast í gær boðuðu Ísraelar enn hertari hernaðaraðgerðir og fólksflutninga á Gasa. Yfirlýst markmið Ísraela er að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá ísraelsku gísla sem enn eru í haldi hryðjuverkasamtakanna eftir hrottalega árás þeirra á Ísrael í október 2023. Harkalegar aðgerðir Ísraelshers hafa hins vegar haft hörmulegar afleiðingar fyrir óbreytta borgara á Gasa sem margir hafa verið drepnir, mannúðaraðstoð er af skornum skammti og hungursneyð vofir yfir. Halla Hrund gerði málið að umræðuefni og rifjaði upp ritgerð sem hún hafi skrifað þegar hún var í háskóla um þjóðarmorðin í Rúanda. „Þegar ég fór yfir söguna þá greyptist hún fast í huga mér, þarna féllu þúsundir Tútsa fyrir framan augu heimsins og enginn svaraði kallinu,“ sagði Halla. Síðar hafi þjóðarmorðin í Rúanda verið skilgreind sem slík og í kjölfarið hafi leiðtogar heimsins keppst við að segja „aldrei aftur.“ Sakar leiðtoga um þögn „Í dag er þó slíkt hið sama að raungerast á Gasa og aftur horfir heimurinn þögull á hryllingsmynd í beinni,“ sagði Halla Hrund. Hún rifjaði upp að í aðdraganda síðustu kosninga hafi fulltrúar þeirra sem nú fari með völdin keppst um að ræða hvernig þau myndu leggja hönd á plóg og nýta rödd sína á alþjóðavettvangi í þágu friðar, kæmust þau til valda. „Síðan þá hefur hins vegar afar lítið gerst þó svo að staðan hafi hríðversnað. En frá því bara í janúar hafa 30 þúsund eða rúmlega það látið lífið, mest konur og börn. Virðulegi forseti, það er ekki boðlegt að leiðtogaefni keppist við að stíga fram sem friðardúfur í aðdraganda kosninga og þegi svo þunnu hljóði úr valdastóli í kjölfarið,“ sagði Halla Hrund. Afboði sig jafnvel á stærsta friðarviðburð í Evrópu í Auschwitz, gefist strax upp á að ná saman við Norðurlöndin um aðgerðir, eða tjái sig ekki með skýrum hætti fyrr en allt í einu um Eurovision, þegar þátttaka þjóðar í keppninni er löngu staðfest,“ hélt Halla Hrund áfram, nokkuð reið í máli. Þarna virðist Halla Hrund meðal annars hnýta í nöfnu sína Höllu Tómasdóttur sem hún sjálf atti kappi við í forsetakosningunum í fyrra. Fjarvera Höllu Tómasdóttur forseta Íslands frá minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar vakti athygli á sínum tíma. Athöfnina sótti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ekki heldur, en það gerði hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Sú hin sama og hefur gert athugasemdir við þátttöku Ísraels í Eurovision. Sjá einnig: „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Af ræðu Höllu Hrundar má ráða að henni hafi ekki þótt Þorgerður Katrín nýta rödd sína nægilega vel fyrr en þegar lá fyrir að Ísrael yrði með í söngvakeppninni. Í ræðunni sendir Halla Hrund forsætisráðherra einnig pillu, en Kristrún lýsti því meðal annars í fyrra að íslensk stjórnvöld ættu að hennar mati að eiga „frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael.“ „Kæru ráðamenn þjóðar vor. Verið sannar í orðum ykkar og gjörðum,“ sagði Halla Hrund. „Hvar standið þið og þjóðin öll þegar nemendur framtíðarinnar rýna í söguna?“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um í fréttum ríkir alvarlegt ástand á Gasa en síðast í gær boðuðu Ísraelar enn hertari hernaðaraðgerðir og fólksflutninga á Gasa. Yfirlýst markmið Ísraela er að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá ísraelsku gísla sem enn eru í haldi hryðjuverkasamtakanna eftir hrottalega árás þeirra á Ísrael í október 2023. Harkalegar aðgerðir Ísraelshers hafa hins vegar haft hörmulegar afleiðingar fyrir óbreytta borgara á Gasa sem margir hafa verið drepnir, mannúðaraðstoð er af skornum skammti og hungursneyð vofir yfir. Halla Hrund gerði málið að umræðuefni og rifjaði upp ritgerð sem hún hafi skrifað þegar hún var í háskóla um þjóðarmorðin í Rúanda. „Þegar ég fór yfir söguna þá greyptist hún fast í huga mér, þarna féllu þúsundir Tútsa fyrir framan augu heimsins og enginn svaraði kallinu,“ sagði Halla. Síðar hafi þjóðarmorðin í Rúanda verið skilgreind sem slík og í kjölfarið hafi leiðtogar heimsins keppst við að segja „aldrei aftur.“ Sakar leiðtoga um þögn „Í dag er þó slíkt hið sama að raungerast á Gasa og aftur horfir heimurinn þögull á hryllingsmynd í beinni,“ sagði Halla Hrund. Hún rifjaði upp að í aðdraganda síðustu kosninga hafi fulltrúar þeirra sem nú fari með völdin keppst um að ræða hvernig þau myndu leggja hönd á plóg og nýta rödd sína á alþjóðavettvangi í þágu friðar, kæmust þau til valda. „Síðan þá hefur hins vegar afar lítið gerst þó svo að staðan hafi hríðversnað. En frá því bara í janúar hafa 30 þúsund eða rúmlega það látið lífið, mest konur og börn. Virðulegi forseti, það er ekki boðlegt að leiðtogaefni keppist við að stíga fram sem friðardúfur í aðdraganda kosninga og þegi svo þunnu hljóði úr valdastóli í kjölfarið,“ sagði Halla Hrund. Afboði sig jafnvel á stærsta friðarviðburð í Evrópu í Auschwitz, gefist strax upp á að ná saman við Norðurlöndin um aðgerðir, eða tjái sig ekki með skýrum hætti fyrr en allt í einu um Eurovision, þegar þátttaka þjóðar í keppninni er löngu staðfest,“ hélt Halla Hrund áfram, nokkuð reið í máli. Þarna virðist Halla Hrund meðal annars hnýta í nöfnu sína Höllu Tómasdóttur sem hún sjálf atti kappi við í forsetakosningunum í fyrra. Fjarvera Höllu Tómasdóttur forseta Íslands frá minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar vakti athygli á sínum tíma. Athöfnina sótti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ekki heldur, en það gerði hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Sú hin sama og hefur gert athugasemdir við þátttöku Ísraels í Eurovision. Sjá einnig: „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Af ræðu Höllu Hrundar má ráða að henni hafi ekki þótt Þorgerður Katrín nýta rödd sína nægilega vel fyrr en þegar lá fyrir að Ísrael yrði með í söngvakeppninni. Í ræðunni sendir Halla Hrund forsætisráðherra einnig pillu, en Kristrún lýsti því meðal annars í fyrra að íslensk stjórnvöld ættu að hennar mati að eiga „frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael.“ „Kæru ráðamenn þjóðar vor. Verið sannar í orðum ykkar og gjörðum,“ sagði Halla Hrund. „Hvar standið þið og þjóðin öll þegar nemendur framtíðarinnar rýna í söguna?“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira