Bragðast vel með kjöti 19. september 2004 00:01 Reyniviðurinn skartar sínu fegursta með fagurrauð berin í klösum á greinunum. Úr berjunum má búa til hið fínasta hlaup sem fer vel til dæmis með steiktu kjöti. Það er bragðmeira og lítið eitt beiskara en rifsberjahlaup og ekki síður hollt. Yfirleitt eru það örlög reyniberja að verða fæða fuglanna en þó ekki fyrr en þau hafa frosið því þá breytist nefnilega bragðið til hins betra. Auðvitað þurfum við ekki að bíða eftir frostnótt eins og fuglarnir heldur getum tínt berin hvenær sem er og sett þau í frysti fyrir notkun. Þeir sem vilja spreyta sig á gerð reyniberjahlaups fá hér pottþétta uppskrift frá Karli hinum sænska Petersson. Reyniberjahlaup 2 lítrar reyniber 500 gr epli (jónagold eru bragðmikil og rík af hlaupefni) 7 og 1/2 dl vatn 9 dl sykur á móti 1 l af saft Vatnið er sett fyrst í pottinn og látið sjóða. Berin eru sett út í með stilkunum og eplin skorin gróflega niður. Nauðsynlegt er að kjarnahúsin séu höfð með, hleypisins vegna, ásamt hýðinu. Allt látið sjóða rólega í um það bil 20 mínútur eða þangað til allt er komið í mauk. Nota má kartöflupressu til að allt fari í smátt. Hellt á þétta síu, til dæmis hreina diskaþurrku og lögurinn látinn renna í ílát. Hann er síðan mældur og 9 dl af sykri settur í hann á móti hverjum lítra af leginum. Soðið aftur við hægan eld í 15-20 mínútur eða þar til dropi stífnar á kaldri skeið. Áríðandi er að krukkurnar séu hreinar og heitar þegar hlaupinu er hellt í. Lokið er sett á meðan það er heitt. Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Reyniviðurinn skartar sínu fegursta með fagurrauð berin í klösum á greinunum. Úr berjunum má búa til hið fínasta hlaup sem fer vel til dæmis með steiktu kjöti. Það er bragðmeira og lítið eitt beiskara en rifsberjahlaup og ekki síður hollt. Yfirleitt eru það örlög reyniberja að verða fæða fuglanna en þó ekki fyrr en þau hafa frosið því þá breytist nefnilega bragðið til hins betra. Auðvitað þurfum við ekki að bíða eftir frostnótt eins og fuglarnir heldur getum tínt berin hvenær sem er og sett þau í frysti fyrir notkun. Þeir sem vilja spreyta sig á gerð reyniberjahlaups fá hér pottþétta uppskrift frá Karli hinum sænska Petersson. Reyniberjahlaup 2 lítrar reyniber 500 gr epli (jónagold eru bragðmikil og rík af hlaupefni) 7 og 1/2 dl vatn 9 dl sykur á móti 1 l af saft Vatnið er sett fyrst í pottinn og látið sjóða. Berin eru sett út í með stilkunum og eplin skorin gróflega niður. Nauðsynlegt er að kjarnahúsin séu höfð með, hleypisins vegna, ásamt hýðinu. Allt látið sjóða rólega í um það bil 20 mínútur eða þangað til allt er komið í mauk. Nota má kartöflupressu til að allt fari í smátt. Hellt á þétta síu, til dæmis hreina diskaþurrku og lögurinn látinn renna í ílát. Hann er síðan mældur og 9 dl af sykri settur í hann á móti hverjum lítra af leginum. Soðið aftur við hægan eld í 15-20 mínútur eða þar til dropi stífnar á kaldri skeið. Áríðandi er að krukkurnar séu hreinar og heitar þegar hlaupinu er hellt í. Lokið er sett á meðan það er heitt.
Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira