Segir starfsemina hættulega 20. september 2004 00:01 Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni. Í fréttatímanum í gær voru Kane-hjónin heimsótt en þau kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Námskeiðið kostar 20.000 krónur en hjónin selja einnig einkatíma á 6.000 krónur. Þá selja þau nokkurs konar orkuegg sem á að koma í veg fyrir orkutap, hvar sem menn eru staddir á hnettinum. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn 2.000 króna gjaldi. Tvær spurningar fást fyrir 3.000 krónur. Landlæknir segir starfsemina hættulega fjárplógsstarfsemi og hefur borist kvartanir vegna hennar. Eru þær frá áhyggjufullum ættingjum nemenda hjónanna sem kvarta undan miklum kostnaði við námskeiðin og að þarna sé verið að hafa fólk að fífli. Að sögn landlæknis hefur fólk jafnvel verið hvatt til að skilja við sína nánustu af Kane-hjónunum og hverfa til „hirðar“ þeirra. Hann segir loforðin ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, hvorki líffræðilega ná sálfræðilega. Ekki er hægt að banna starfsemi sem þessa en landlæknir varar þó sterklega við hættunni sem af þessu getur stafað og óskar eftir því að ná tali af fólkinu. Heilsa Innlent Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni. Í fréttatímanum í gær voru Kane-hjónin heimsótt en þau kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Námskeiðið kostar 20.000 krónur en hjónin selja einnig einkatíma á 6.000 krónur. Þá selja þau nokkurs konar orkuegg sem á að koma í veg fyrir orkutap, hvar sem menn eru staddir á hnettinum. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn 2.000 króna gjaldi. Tvær spurningar fást fyrir 3.000 krónur. Landlæknir segir starfsemina hættulega fjárplógsstarfsemi og hefur borist kvartanir vegna hennar. Eru þær frá áhyggjufullum ættingjum nemenda hjónanna sem kvarta undan miklum kostnaði við námskeiðin og að þarna sé verið að hafa fólk að fífli. Að sögn landlæknis hefur fólk jafnvel verið hvatt til að skilja við sína nánustu af Kane-hjónunum og hverfa til „hirðar“ þeirra. Hann segir loforðin ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, hvorki líffræðilega ná sálfræðilega. Ekki er hægt að banna starfsemi sem þessa en landlæknir varar þó sterklega við hættunni sem af þessu getur stafað og óskar eftir því að ná tali af fólkinu.
Heilsa Innlent Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira