Tækifæri fyrir Geir 22. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Settum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara er vandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennra sjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfellingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmálamaður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir málefnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómarastöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits réttarins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalagið "heppilegastir" um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákonardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið á upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjandanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki vanhæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda andstöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Settum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara er vandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennra sjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfellingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmálamaður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir málefnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómarastöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits réttarins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalagið "heppilegastir" um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákonardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið á upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjandanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki vanhæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda andstöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar