Vetnisvagninn hefur reynst vel 26. september 2004 00:01 Á alþjóðlegum fundi framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fór fram í Reykjavík í liðinni viku, var metinn árangur af akstri vetnisstrætisvagna í Reykjavík. Í erindi Jóns Björns Skúlasonar, framkvæmdastjóra Nýorku, sem rekur vagnana, kom fram að árangurinn væri betri en vænta hefði mátt. Jón sagði veðrið hafa haft áhrif á reksturinn. ,,Í byrjun þessa árs lentum við í vandræðum vegna seltu sem fylgir særokinu. Við gerðum breytingar á vélinni til að verjast því og síðan hefur ekki komið upp slík bilun. Við sjáum svo til hvernig gengur í vetur, en tilraunin er hálfnuð þar sem vagnarnir hafa verið í akstri í eitt ár." Jón sagði að bílaframleiðandinn Daimler Chrysler eigi vagnana og hann hafi lært mjög mikið af þessari tilraun. ,,Bilanatíðnin var lág þegar við hófum verkefnið en hún er orðin mun lægri eftir aðeins eitt ár. Þetta hjálpar Chrysler í þróun vetnisbílsins sem verður sífellt hraðari." Hann líkti þeirri þróun við þróun farsímans sem hafi verið stór klumpur fyrir nokkrum árum en taki nú ekkert pláss. ,,Vetni er það sem koma skal, ekki nema að einhver finni upp súper-rafhlöðuna. Svonefndir tvinnbílar eru nú að koma á markaðinn og þeir verða væntanlega ráðandi næsta aldarfjórðunginn. Vetnisbíllinn mun hins vegar taka við af tvinnbílnum og framtíðin er hans." Tækni til að nota vetni hefur verið þekkt mjög lengi og meðal annars verið notuð í geimflaugar. Jón sagði að raunhæfar hugmyndir um nýtingu tækninnar í samgöngur fyrir almenning væri varla hægt að rekja lengra aftur en um tuttugu ár. ,,Þróun síðustu fimmtán ára er ótrúlega hröð. Þó er enn langt í land í að tæknin verði samkeppnishæf í verði og endingu. En við færumst þangað mjög hratt." Jón sagði að nú væri mikið rætt um að hátt olíuverð leiddi til þess að þróun vetnisnotkunar yrði flýtt, en hann sagði málið ekki svo einsleitt. ,,Ég er líklega einn fárra sem gleðjast yfir því þegar verð á bensíni hækkar. En ég held að þjóðir eins og Bandaríkin hugsi ekki aðeins um verðið. Orkuöryggi er að mínu mati meiri hvati í þessari þróun. Nánast öll olíuframleiðslan fer fram í örfáum ríkjum við Persaflóa sem Vesturlönd eru að verða algjörlega háð varðandi orkuöflun. Vetni er hins vegar hægt að framleiða í hvaða landi sem er með til dæmis raforku, gasi, sólarorku og vindorku." Næst á dagskrá Nýorku er að tilraunakeyra vetnisbíla og vetnisvélar í skipum. Jón sagði bæði verkefnin á undirbúningsstigi. ,,Við munum sækja um fé til Evrópusambandsins til að koma vetnisvél um borð í skip. Þá standa yfir samningaviðræður við bílaframleiðendur um að tilraunakeyra bílaflota hér á landi. Við vonumst til að þetta muni skírast á næstu mánuðum. Verkefnin eru dýr og við þurfum að sækja um 75 prósent af okkar kostnaði í erlenda sjóði." Bílar Innlent Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Á alþjóðlegum fundi framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fór fram í Reykjavík í liðinni viku, var metinn árangur af akstri vetnisstrætisvagna í Reykjavík. Í erindi Jóns Björns Skúlasonar, framkvæmdastjóra Nýorku, sem rekur vagnana, kom fram að árangurinn væri betri en vænta hefði mátt. Jón sagði veðrið hafa haft áhrif á reksturinn. ,,Í byrjun þessa árs lentum við í vandræðum vegna seltu sem fylgir særokinu. Við gerðum breytingar á vélinni til að verjast því og síðan hefur ekki komið upp slík bilun. Við sjáum svo til hvernig gengur í vetur, en tilraunin er hálfnuð þar sem vagnarnir hafa verið í akstri í eitt ár." Jón sagði að bílaframleiðandinn Daimler Chrysler eigi vagnana og hann hafi lært mjög mikið af þessari tilraun. ,,Bilanatíðnin var lág þegar við hófum verkefnið en hún er orðin mun lægri eftir aðeins eitt ár. Þetta hjálpar Chrysler í þróun vetnisbílsins sem verður sífellt hraðari." Hann líkti þeirri þróun við þróun farsímans sem hafi verið stór klumpur fyrir nokkrum árum en taki nú ekkert pláss. ,,Vetni er það sem koma skal, ekki nema að einhver finni upp súper-rafhlöðuna. Svonefndir tvinnbílar eru nú að koma á markaðinn og þeir verða væntanlega ráðandi næsta aldarfjórðunginn. Vetnisbíllinn mun hins vegar taka við af tvinnbílnum og framtíðin er hans." Tækni til að nota vetni hefur verið þekkt mjög lengi og meðal annars verið notuð í geimflaugar. Jón sagði að raunhæfar hugmyndir um nýtingu tækninnar í samgöngur fyrir almenning væri varla hægt að rekja lengra aftur en um tuttugu ár. ,,Þróun síðustu fimmtán ára er ótrúlega hröð. Þó er enn langt í land í að tæknin verði samkeppnishæf í verði og endingu. En við færumst þangað mjög hratt." Jón sagði að nú væri mikið rætt um að hátt olíuverð leiddi til þess að þróun vetnisnotkunar yrði flýtt, en hann sagði málið ekki svo einsleitt. ,,Ég er líklega einn fárra sem gleðjast yfir því þegar verð á bensíni hækkar. En ég held að þjóðir eins og Bandaríkin hugsi ekki aðeins um verðið. Orkuöryggi er að mínu mati meiri hvati í þessari þróun. Nánast öll olíuframleiðslan fer fram í örfáum ríkjum við Persaflóa sem Vesturlönd eru að verða algjörlega háð varðandi orkuöflun. Vetni er hins vegar hægt að framleiða í hvaða landi sem er með til dæmis raforku, gasi, sólarorku og vindorku." Næst á dagskrá Nýorku er að tilraunakeyra vetnisbíla og vetnisvélar í skipum. Jón sagði bæði verkefnin á undirbúningsstigi. ,,Við munum sækja um fé til Evrópusambandsins til að koma vetnisvél um borð í skip. Þá standa yfir samningaviðræður við bílaframleiðendur um að tilraunakeyra bílaflota hér á landi. Við vonumst til að þetta muni skírast á næstu mánuðum. Verkefnin eru dýr og við þurfum að sækja um 75 prósent af okkar kostnaði í erlenda sjóði."
Bílar Innlent Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira