Vetnisvagninn hefur reynst vel 26. september 2004 00:01 Á alþjóðlegum fundi framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fór fram í Reykjavík í liðinni viku, var metinn árangur af akstri vetnisstrætisvagna í Reykjavík. Í erindi Jóns Björns Skúlasonar, framkvæmdastjóra Nýorku, sem rekur vagnana, kom fram að árangurinn væri betri en vænta hefði mátt. Jón sagði veðrið hafa haft áhrif á reksturinn. ,,Í byrjun þessa árs lentum við í vandræðum vegna seltu sem fylgir særokinu. Við gerðum breytingar á vélinni til að verjast því og síðan hefur ekki komið upp slík bilun. Við sjáum svo til hvernig gengur í vetur, en tilraunin er hálfnuð þar sem vagnarnir hafa verið í akstri í eitt ár." Jón sagði að bílaframleiðandinn Daimler Chrysler eigi vagnana og hann hafi lært mjög mikið af þessari tilraun. ,,Bilanatíðnin var lág þegar við hófum verkefnið en hún er orðin mun lægri eftir aðeins eitt ár. Þetta hjálpar Chrysler í þróun vetnisbílsins sem verður sífellt hraðari." Hann líkti þeirri þróun við þróun farsímans sem hafi verið stór klumpur fyrir nokkrum árum en taki nú ekkert pláss. ,,Vetni er það sem koma skal, ekki nema að einhver finni upp súper-rafhlöðuna. Svonefndir tvinnbílar eru nú að koma á markaðinn og þeir verða væntanlega ráðandi næsta aldarfjórðunginn. Vetnisbíllinn mun hins vegar taka við af tvinnbílnum og framtíðin er hans." Tækni til að nota vetni hefur verið þekkt mjög lengi og meðal annars verið notuð í geimflaugar. Jón sagði að raunhæfar hugmyndir um nýtingu tækninnar í samgöngur fyrir almenning væri varla hægt að rekja lengra aftur en um tuttugu ár. ,,Þróun síðustu fimmtán ára er ótrúlega hröð. Þó er enn langt í land í að tæknin verði samkeppnishæf í verði og endingu. En við færumst þangað mjög hratt." Jón sagði að nú væri mikið rætt um að hátt olíuverð leiddi til þess að þróun vetnisnotkunar yrði flýtt, en hann sagði málið ekki svo einsleitt. ,,Ég er líklega einn fárra sem gleðjast yfir því þegar verð á bensíni hækkar. En ég held að þjóðir eins og Bandaríkin hugsi ekki aðeins um verðið. Orkuöryggi er að mínu mati meiri hvati í þessari þróun. Nánast öll olíuframleiðslan fer fram í örfáum ríkjum við Persaflóa sem Vesturlönd eru að verða algjörlega háð varðandi orkuöflun. Vetni er hins vegar hægt að framleiða í hvaða landi sem er með til dæmis raforku, gasi, sólarorku og vindorku." Næst á dagskrá Nýorku er að tilraunakeyra vetnisbíla og vetnisvélar í skipum. Jón sagði bæði verkefnin á undirbúningsstigi. ,,Við munum sækja um fé til Evrópusambandsins til að koma vetnisvél um borð í skip. Þá standa yfir samningaviðræður við bílaframleiðendur um að tilraunakeyra bílaflota hér á landi. Við vonumst til að þetta muni skírast á næstu mánuðum. Verkefnin eru dýr og við þurfum að sækja um 75 prósent af okkar kostnaði í erlenda sjóði." Bílar Innlent Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á alþjóðlegum fundi framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fór fram í Reykjavík í liðinni viku, var metinn árangur af akstri vetnisstrætisvagna í Reykjavík. Í erindi Jóns Björns Skúlasonar, framkvæmdastjóra Nýorku, sem rekur vagnana, kom fram að árangurinn væri betri en vænta hefði mátt. Jón sagði veðrið hafa haft áhrif á reksturinn. ,,Í byrjun þessa árs lentum við í vandræðum vegna seltu sem fylgir særokinu. Við gerðum breytingar á vélinni til að verjast því og síðan hefur ekki komið upp slík bilun. Við sjáum svo til hvernig gengur í vetur, en tilraunin er hálfnuð þar sem vagnarnir hafa verið í akstri í eitt ár." Jón sagði að bílaframleiðandinn Daimler Chrysler eigi vagnana og hann hafi lært mjög mikið af þessari tilraun. ,,Bilanatíðnin var lág þegar við hófum verkefnið en hún er orðin mun lægri eftir aðeins eitt ár. Þetta hjálpar Chrysler í þróun vetnisbílsins sem verður sífellt hraðari." Hann líkti þeirri þróun við þróun farsímans sem hafi verið stór klumpur fyrir nokkrum árum en taki nú ekkert pláss. ,,Vetni er það sem koma skal, ekki nema að einhver finni upp súper-rafhlöðuna. Svonefndir tvinnbílar eru nú að koma á markaðinn og þeir verða væntanlega ráðandi næsta aldarfjórðunginn. Vetnisbíllinn mun hins vegar taka við af tvinnbílnum og framtíðin er hans." Tækni til að nota vetni hefur verið þekkt mjög lengi og meðal annars verið notuð í geimflaugar. Jón sagði að raunhæfar hugmyndir um nýtingu tækninnar í samgöngur fyrir almenning væri varla hægt að rekja lengra aftur en um tuttugu ár. ,,Þróun síðustu fimmtán ára er ótrúlega hröð. Þó er enn langt í land í að tæknin verði samkeppnishæf í verði og endingu. En við færumst þangað mjög hratt." Jón sagði að nú væri mikið rætt um að hátt olíuverð leiddi til þess að þróun vetnisnotkunar yrði flýtt, en hann sagði málið ekki svo einsleitt. ,,Ég er líklega einn fárra sem gleðjast yfir því þegar verð á bensíni hækkar. En ég held að þjóðir eins og Bandaríkin hugsi ekki aðeins um verðið. Orkuöryggi er að mínu mati meiri hvati í þessari þróun. Nánast öll olíuframleiðslan fer fram í örfáum ríkjum við Persaflóa sem Vesturlönd eru að verða algjörlega háð varðandi orkuöflun. Vetni er hins vegar hægt að framleiða í hvaða landi sem er með til dæmis raforku, gasi, sólarorku og vindorku." Næst á dagskrá Nýorku er að tilraunakeyra vetnisbíla og vetnisvélar í skipum. Jón sagði bæði verkefnin á undirbúningsstigi. ,,Við munum sækja um fé til Evrópusambandsins til að koma vetnisvél um borð í skip. Þá standa yfir samningaviðræður við bílaframleiðendur um að tilraunakeyra bílaflota hér á landi. Við vonumst til að þetta muni skírast á næstu mánuðum. Verkefnin eru dýr og við þurfum að sækja um 75 prósent af okkar kostnaði í erlenda sjóði."
Bílar Innlent Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira