Silfur á netinu 7. október 2004 00:01 7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun
7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum.