Sushi í hvert mál 8. október 2004 00:01 "Það er ekkert mál fyrir mig að segja hver uppáhaldsmaturinn minn er," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman, leikkona og leikskáld, aðspurð um besta mat í heimi. "Ég er ástfangin upp fyrir haus af sushi. Ég gæti borðað það í hvert mál." Þórdís Elva og kærastinn hennar Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari gera stundum sushi sjálf heima hjá sér og þá er sashimi í sérstöku uppáhaldi. "Við erum svo ástfangin af sashimi að við skýrðum meira að segja söngdúettinn okkar Sashimi." Þórdís Elva var svo heppin einu sinni að hún fékk að fylgjast með alvöru sushi-kokki að störfum og óx ástríða hennar á þessum mat enn meira. "Þetta var mjög merkileg lífsreynsla. Wasabi, sem er mjög sterkt og notað í sushi, er í raun og veru í púðurformi. Það var mjög fyndið að þegar wasabi-ið var opnað þurftu allir að vera með grímur því það getur gert meiri skaða en versta sinnepsfræ ef þú andar því niður í lungun." "Sashimi á að borða með fingrunum eins og sushi-kokkur sem ég þekki komst að af biturri reynslu. Hann var staddur á frægasta sushi-veitingastað í New York og var næstum því hent út því hann tók upp prjóna og fór að borða. Japanir trúa að maður þurfi að tengjast matnum áður en maður borðar hann. Það er líka algjör list að gera sashimi; bæði að skera hráa fiskinn og að gera hrísgrjónin klístruð. Alvöru sushi-kokkar nota sérstaka sashimi-hnífa sem skera fiskinn í næstum því glærar sneiðar. Til að halda hrísgrjónunum klístruðum þarf að halda sífelldum blæstri á þeim. Í hefðbundnum eldhúsum stendur fólk með blævængi og blæs á hrísgrjónin en á veitingastöðum fær maður yfirleitt viftu," segir Þórdís Elva sem hefur þó ekki fjárfest í sérstökum sashimi-tólum. "Hnífurinn sem fiskurinn er skorinn með þarf að vera mjög beittur. Ég á reyndar ekki sashimi-hníf en ég nota ekki hvað sem er. Ætli það sé bara ekki næst á dagskrá að fjárfesta í þannig hníf." Sashimi-uppskrift Þórdísar Elvu: Hrár lax (eða það sem til er í fiskborði) Wasabi Engifer Sojasósa Hrísgrjón Laxinn er skorinn í þunna strimla og borinn fram í skál. Hrísgrjónin eru soðin og gerð klístruð með því að hafa blástur á þeim. Þau eru borin fram í sér skál. Wasabi er notað eftir smekk og því dýft í sojasósu og borðað með laxinum. Engiferið er alveg sér og notað eftir smekk. "Þetta er einstaklega einföld uppskrift. Sashimi þýðir í raun og veru Hrár fiskur í strimlum. Engiferið er notað eftir smekk hér en Japanir nota engiferið til að hreinsa munninn á milli bita," segir Þórdís Elva. Matur Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
"Það er ekkert mál fyrir mig að segja hver uppáhaldsmaturinn minn er," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman, leikkona og leikskáld, aðspurð um besta mat í heimi. "Ég er ástfangin upp fyrir haus af sushi. Ég gæti borðað það í hvert mál." Þórdís Elva og kærastinn hennar Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari gera stundum sushi sjálf heima hjá sér og þá er sashimi í sérstöku uppáhaldi. "Við erum svo ástfangin af sashimi að við skýrðum meira að segja söngdúettinn okkar Sashimi." Þórdís Elva var svo heppin einu sinni að hún fékk að fylgjast með alvöru sushi-kokki að störfum og óx ástríða hennar á þessum mat enn meira. "Þetta var mjög merkileg lífsreynsla. Wasabi, sem er mjög sterkt og notað í sushi, er í raun og veru í púðurformi. Það var mjög fyndið að þegar wasabi-ið var opnað þurftu allir að vera með grímur því það getur gert meiri skaða en versta sinnepsfræ ef þú andar því niður í lungun." "Sashimi á að borða með fingrunum eins og sushi-kokkur sem ég þekki komst að af biturri reynslu. Hann var staddur á frægasta sushi-veitingastað í New York og var næstum því hent út því hann tók upp prjóna og fór að borða. Japanir trúa að maður þurfi að tengjast matnum áður en maður borðar hann. Það er líka algjör list að gera sashimi; bæði að skera hráa fiskinn og að gera hrísgrjónin klístruð. Alvöru sushi-kokkar nota sérstaka sashimi-hnífa sem skera fiskinn í næstum því glærar sneiðar. Til að halda hrísgrjónunum klístruðum þarf að halda sífelldum blæstri á þeim. Í hefðbundnum eldhúsum stendur fólk með blævængi og blæs á hrísgrjónin en á veitingastöðum fær maður yfirleitt viftu," segir Þórdís Elva sem hefur þó ekki fjárfest í sérstökum sashimi-tólum. "Hnífurinn sem fiskurinn er skorinn með þarf að vera mjög beittur. Ég á reyndar ekki sashimi-hníf en ég nota ekki hvað sem er. Ætli það sé bara ekki næst á dagskrá að fjárfesta í þannig hníf." Sashimi-uppskrift Þórdísar Elvu: Hrár lax (eða það sem til er í fiskborði) Wasabi Engifer Sojasósa Hrísgrjón Laxinn er skorinn í þunna strimla og borinn fram í skál. Hrísgrjónin eru soðin og gerð klístruð með því að hafa blástur á þeim. Þau eru borin fram í sér skál. Wasabi er notað eftir smekk og því dýft í sojasósu og borðað með laxinum. Engiferið er alveg sér og notað eftir smekk. "Þetta er einstaklega einföld uppskrift. Sashimi þýðir í raun og veru Hrár fiskur í strimlum. Engiferið er notað eftir smekk hér en Japanir nota engiferið til að hreinsa munninn á milli bita," segir Þórdís Elva.
Matur Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira