Hamingjusamastir og ríkastir 12. október 2004 00:01 Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun
Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph.