Aðalréttur Ólympíufara 14. október 2004 00:01 Hér kemur uppskrift að aðalréttinum sem okkar snjalla landslið í matreiðslu mun bera fram á ólympíuleikum í matreiðslu sem framundan er í Erfurt í Þýskalandi. Uppskriftin er miðuð við fjóra í mat. Glóðaður hryggvöðvi með stökkri lambafitu og brauðteningum - lundir vafðar í parmaskinku með spínati og franskri gæsalifur, borið fram með kóngasveppum og lamba- jus. Smjöreldaðar kartöflur 4 bökunarkartöflur nokkur basillauf kalt smjör sjávarsalt Kartöflurnar eru stungnar út með hringformi, afskurðurinn er soðinn sér í saltvatni. Útstungnar kartöflur eru smjörsteiktar á pönnu og svo bætt við smá vatni, salti og pipar. Þá eru þær látnar malla í 10-15 mín. þar til þær eru meyrar í gegn. Afskurðurinn er marinn með gaffli ásamt nokkrum söxuðum basillaufum og smjöri. Kartöflunum raðað upp með maukinu efst, djúpsteiktir kartöfluþræðir ofan á ásamt djúpsteiktu basillaufi. Stökkir brauðteningar með lambafitu brauðteningar lambafita af hrygg skorin í teninga garðablóðberg 1 rif hvítlaukur (fínt saxaður) sjávarsalt Fitan er stökksteikt á pönnu með garðablóðbergi og hvítlauk, brauteningarnir svo steiktir stökkir upp úr fitunni, gefið ofan á eldaðan lambahryggvöðvann. Ofnbakaður lambahryggvöðvi 2 stórir lambahryggvöðvar salt og pipar hvítlaukur ólífuolía Lambahryggvöðvarnir eru brúnaðir á pönnu með hvítlauk, kryddaðir með salti og pipar. Því næst er skotið á kjötið í 150’C heitum ofni í 3-4 mín og það látið hvíla í 10 mín. Borið fram bleikt. Lambalundir rúllaðar upp í parmaskinku 4 lambalundir 100 g frönsk gæsalifur 100 g spínat Lambalundir eru lagðar á parmaskinkuna með spínati (sem er búið að setja í sjóðandi vatn og svo aftur kælt). Gæsalifrin er sett með og skinkan rúlluð upp, rúllan sett í plastfilmu og í sjóðandi vatn í 10 mín við 80’C, svo er hún kæld og borin volg með lambahryggvöðvanum. Lamba-jus blandaður grænmetisafskurður (gulrætur, laukur, hvítlaukur.) 200 ml Madeira-vín 500 ml lambasoð (1 l vatn og lambabein soðin í 1 klst. svo er vökvinn soðinn niður um helming.) 200 g kalt smjör Grænmetið er snöggsteikt á pönnu, víninu og soðinu bætt í, vökvinn er soðinn niður um helming. Í lokin er köldu smjöri hrært í og sósan bragðbætt með salti og pipar. Gott er að bera fram gulrætur, perlulauk og smjörsteikta kóngasveppi. Matur Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hér kemur uppskrift að aðalréttinum sem okkar snjalla landslið í matreiðslu mun bera fram á ólympíuleikum í matreiðslu sem framundan er í Erfurt í Þýskalandi. Uppskriftin er miðuð við fjóra í mat. Glóðaður hryggvöðvi með stökkri lambafitu og brauðteningum - lundir vafðar í parmaskinku með spínati og franskri gæsalifur, borið fram með kóngasveppum og lamba- jus. Smjöreldaðar kartöflur 4 bökunarkartöflur nokkur basillauf kalt smjör sjávarsalt Kartöflurnar eru stungnar út með hringformi, afskurðurinn er soðinn sér í saltvatni. Útstungnar kartöflur eru smjörsteiktar á pönnu og svo bætt við smá vatni, salti og pipar. Þá eru þær látnar malla í 10-15 mín. þar til þær eru meyrar í gegn. Afskurðurinn er marinn með gaffli ásamt nokkrum söxuðum basillaufum og smjöri. Kartöflunum raðað upp með maukinu efst, djúpsteiktir kartöfluþræðir ofan á ásamt djúpsteiktu basillaufi. Stökkir brauðteningar með lambafitu brauðteningar lambafita af hrygg skorin í teninga garðablóðberg 1 rif hvítlaukur (fínt saxaður) sjávarsalt Fitan er stökksteikt á pönnu með garðablóðbergi og hvítlauk, brauteningarnir svo steiktir stökkir upp úr fitunni, gefið ofan á eldaðan lambahryggvöðvann. Ofnbakaður lambahryggvöðvi 2 stórir lambahryggvöðvar salt og pipar hvítlaukur ólífuolía Lambahryggvöðvarnir eru brúnaðir á pönnu með hvítlauk, kryddaðir með salti og pipar. Því næst er skotið á kjötið í 150’C heitum ofni í 3-4 mín og það látið hvíla í 10 mín. Borið fram bleikt. Lambalundir rúllaðar upp í parmaskinku 4 lambalundir 100 g frönsk gæsalifur 100 g spínat Lambalundir eru lagðar á parmaskinkuna með spínati (sem er búið að setja í sjóðandi vatn og svo aftur kælt). Gæsalifrin er sett með og skinkan rúlluð upp, rúllan sett í plastfilmu og í sjóðandi vatn í 10 mín við 80’C, svo er hún kæld og borin volg með lambahryggvöðvanum. Lamba-jus blandaður grænmetisafskurður (gulrætur, laukur, hvítlaukur.) 200 ml Madeira-vín 500 ml lambasoð (1 l vatn og lambabein soðin í 1 klst. svo er vökvinn soðinn niður um helming.) 200 g kalt smjör Grænmetið er snöggsteikt á pönnu, víninu og soðinu bætt í, vökvinn er soðinn niður um helming. Í lokin er köldu smjöri hrært í og sósan bragðbætt með salti og pipar. Gott er að bera fram gulrætur, perlulauk og smjörsteikta kóngasveppi.
Matur Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira