Silfrið - Jón Baldvin næst 17. október 2004 00:01 Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi, sunnudaginn 24. október. Væntanlega mun þar fjölmargt bera á góma, afmæli EES samningsins, forsetakosningar í Bandaríkjunum, alþjóðapólitík - og kannski sú íslenska líka. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn Jacques Juillard, einn af ritstjórum tímaritsins Le Nouvel Observateur, frægur dálkahöfundur og höfundur margra bóka um stjórnmál. Juillard kemur hingað eftir langt ferðalag í Bandaríkjunum, ræðir um stjórnmálaástandið þar, núninginn milli Frakka og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi og kenningar sínar um hvers vegna mikilmenni eiga svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum nútímans. Silfur Egils er í opinni dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga klukkan 12. Einnig er hægt að skoða þáttinn hér á vefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi, sunnudaginn 24. október. Væntanlega mun þar fjölmargt bera á góma, afmæli EES samningsins, forsetakosningar í Bandaríkjunum, alþjóðapólitík - og kannski sú íslenska líka. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn Jacques Juillard, einn af ritstjórum tímaritsins Le Nouvel Observateur, frægur dálkahöfundur og höfundur margra bóka um stjórnmál. Juillard kemur hingað eftir langt ferðalag í Bandaríkjunum, ræðir um stjórnmálaástandið þar, núninginn milli Frakka og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi og kenningar sínar um hvers vegna mikilmenni eiga svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum nútímans. Silfur Egils er í opinni dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga klukkan 12. Einnig er hægt að skoða þáttinn hér á vefnum.