Bíll í takti við tímann 19. október 2004 00:01 Nú styttist í að ný lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl. taki gildi, eða 1. júlí á næsta ári. Við gildistöku laganna lækkar þungaskattur sem eigendur dísilbíla hafa greitt og með því getum við Íslendingar tekið af fullum þunga þátt í þeirri dísilbílabylgju sem gengur yfir heiminn. Dísilbílar eru í tísku. Það sést meðal annars á því að að stöðugt fleiri nettir fólksbílar fást nú í dísilútgáfu. Dísilvélarnar eru líka í framþróun og það er liðin tíð að dísilbílar séu hávaðasamir og illa lyktandi. Þeir eru þvert á móti umhverfisvænn kostur sem æ fleiri velja. Einn hinna minni fjölskyldubíla sem nú fást í dísilútgáfu er Volkswagen Golf, bíllinn sem notið hefur mestrar velgengni allra þýskra bíla og var kynntur í nýrri útgáfu í vor. Skemmst er frá að segja að það klæðir Golfinn vel að vera dísilbíll. Golfinn er massífur bíll miðað við stærð og passar því malandi dísilvélin einstaklega vel við hann. Bíllinn er lipur og sprækur og sjötti gírinn er óneitanlega skemmtileg viðbót á lengri akstri. Golfinn er þægilegur borgarbíll, einn af þeim sem eru stærri að innan en utan. Hann er því nettur í innanbæjarakstri án þess að það komi niður á plássinu inni í bílnum þar sem vel fer um alla, jafnvel fullorðna í aftursætinu. Úti á þjóðveginum nýtur hann sín ekki síður, liggur vel og er öruggur og skemmtilegur á veginum. Volkswagen Golf dísil er skemmtilegur fjölskyldubíll. Ekki spillir fyrir að hann er sparneytinn kostur, fór til dæmis hringinn á þjóðvegi 1 í sumar á vegum FÍB á rúmlega fjórum lítrum á hundraði.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú styttist í að ný lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl. taki gildi, eða 1. júlí á næsta ári. Við gildistöku laganna lækkar þungaskattur sem eigendur dísilbíla hafa greitt og með því getum við Íslendingar tekið af fullum þunga þátt í þeirri dísilbílabylgju sem gengur yfir heiminn. Dísilbílar eru í tísku. Það sést meðal annars á því að að stöðugt fleiri nettir fólksbílar fást nú í dísilútgáfu. Dísilvélarnar eru líka í framþróun og það er liðin tíð að dísilbílar séu hávaðasamir og illa lyktandi. Þeir eru þvert á móti umhverfisvænn kostur sem æ fleiri velja. Einn hinna minni fjölskyldubíla sem nú fást í dísilútgáfu er Volkswagen Golf, bíllinn sem notið hefur mestrar velgengni allra þýskra bíla og var kynntur í nýrri útgáfu í vor. Skemmst er frá að segja að það klæðir Golfinn vel að vera dísilbíll. Golfinn er massífur bíll miðað við stærð og passar því malandi dísilvélin einstaklega vel við hann. Bíllinn er lipur og sprækur og sjötti gírinn er óneitanlega skemmtileg viðbót á lengri akstri. Golfinn er þægilegur borgarbíll, einn af þeim sem eru stærri að innan en utan. Hann er því nettur í innanbæjarakstri án þess að það komi niður á plássinu inni í bílnum þar sem vel fer um alla, jafnvel fullorðna í aftursætinu. Úti á þjóðveginum nýtur hann sín ekki síður, liggur vel og er öruggur og skemmtilegur á veginum. Volkswagen Golf dísil er skemmtilegur fjölskyldubíll. Ekki spillir fyrir að hann er sparneytinn kostur, fór til dæmis hringinn á þjóðvegi 1 í sumar á vegum FÍB á rúmlega fjórum lítrum á hundraði.Mynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVAMynd/GVA
Bílar Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira