Á að leyfa eða banna? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2004 00:01 Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun