Súpusumarið mikla í Hlaðvarpanum 21. október 2004 00:01 Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl." Matur Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl."
Matur Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira