Gerður K. fékk Laxnessverðlaunin 27. október 2004 00:01 Gerður Kristný hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Skáldsagan var valin úr ríflega þrjátíu handritum sem bárust í samkeppnina. Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaunin eru veitt og í fyrsta sinn sem kona er handhafi þeirra. Bókin fjallar um Oddfríði sem er óráðin stúlka á þrítugsaldri og stendur á krossgötum þegar hún fær tækifæri til að gerast blaðamaður. Ritstjóri dagblaðs vill fá hana til að ráða sig hjá samkeppnisaðilanum og komast að hvað þar er í gangi. Oddfríður slær til en uppgötvar að hún er ekki ein um að leika tveimur skjöldum Skyndilega er hún komin í þær aðstæður að hún hefur engan til að treysta á nema sjálfa sig og eigið hyggjuvit til þess að fleyta sér í gegnum boðaföllin. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir meðal annars: „Bátur með segli og allt er bráðskemmtileg og spennandi saga um efni sem snertir kviku okkar allra. Á meistaralegan hátt er skyggnst inn í líf ungrar konu sem lifað hefur í tilfinningalegri útlegð frá sínum nánustu og frá fyrstu tíð vanist því að engum sé að treysta - allra síst fjölskyldunni. Af fádæma öryggi er dregin upp mynd af sorg og einsemd þess sem svíkur vegna þess að honum finnst hann hafa verið svikinn.“ Gerður Kristný hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir söguna Mörtu smörtu. Hún hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð, smásögur, leikrit og barnabækur. Bókmenntir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Gerður Kristný hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Skáldsagan var valin úr ríflega þrjátíu handritum sem bárust í samkeppnina. Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaunin eru veitt og í fyrsta sinn sem kona er handhafi þeirra. Bókin fjallar um Oddfríði sem er óráðin stúlka á þrítugsaldri og stendur á krossgötum þegar hún fær tækifæri til að gerast blaðamaður. Ritstjóri dagblaðs vill fá hana til að ráða sig hjá samkeppnisaðilanum og komast að hvað þar er í gangi. Oddfríður slær til en uppgötvar að hún er ekki ein um að leika tveimur skjöldum Skyndilega er hún komin í þær aðstæður að hún hefur engan til að treysta á nema sjálfa sig og eigið hyggjuvit til þess að fleyta sér í gegnum boðaföllin. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir meðal annars: „Bátur með segli og allt er bráðskemmtileg og spennandi saga um efni sem snertir kviku okkar allra. Á meistaralegan hátt er skyggnst inn í líf ungrar konu sem lifað hefur í tilfinningalegri útlegð frá sínum nánustu og frá fyrstu tíð vanist því að engum sé að treysta - allra síst fjölskyldunni. Af fádæma öryggi er dregin upp mynd af sorg og einsemd þess sem svíkur vegna þess að honum finnst hann hafa verið svikinn.“ Gerður Kristný hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir söguna Mörtu smörtu. Hún hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð, smásögur, leikrit og barnabækur.
Bókmenntir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira