Aldrei verið feitur maður 1. nóvember 2004 00:01 "Ég held mér eiginlega ekki í neinu formi. Ég stunda engar íþróttir og ég horfi ekki einu sinni á íþróttir," segir Ómar Örn Hauksson, tónlistarmaður og liðsmaður hljómsveitarinnar Quarashi. Ómari snýst aðeins hugur þegar hann hugsar um hvernig hann kemst á milli staða. "Ég geng reyndar frekar mikið. Ég geng í skólann og eiginlega allt sem ég fer. En það er náttúrlega af því að ég á ekki bíl." "Ég hef aldrei verið feitur maður og telst því frekar heppinn. Ég finn samt að það er aðeins að leggjast á mig núna," segir Ómar sem hugsar ekki heldur neitt sérstaklega um það sem hann lætur ofan í sig. "Ég borða frekar mikið ruslfæði en fæ stundum köst þar sem ég hætti að drekka kók og eitthvað því um líkt. Ég borða samt ekki eingöngu rusl en pæli svo sem ekkert mikið í mataræði." Aðspurður hvort hann ætli ekki að taka upp heilbrigðara líferni segist Ómar efast um það. "Ég veit ekki hvort ég breyti einhverju. Kannski þegar nær dregur þrítugsaldrinum. Það er reyndar eftir nokkra mánuði," segir Ómar en hann verður þrítugur í janúar á næsta ári. Spurning hvort Ómar strengi hvort tveggja nýársheit og gefi sjálfum sér heilbrigðari lífsstíl í afmælisgjöf. "Ég efast um það en það er alltaf hægt að halda í vonina." Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég held mér eiginlega ekki í neinu formi. Ég stunda engar íþróttir og ég horfi ekki einu sinni á íþróttir," segir Ómar Örn Hauksson, tónlistarmaður og liðsmaður hljómsveitarinnar Quarashi. Ómari snýst aðeins hugur þegar hann hugsar um hvernig hann kemst á milli staða. "Ég geng reyndar frekar mikið. Ég geng í skólann og eiginlega allt sem ég fer. En það er náttúrlega af því að ég á ekki bíl." "Ég hef aldrei verið feitur maður og telst því frekar heppinn. Ég finn samt að það er aðeins að leggjast á mig núna," segir Ómar sem hugsar ekki heldur neitt sérstaklega um það sem hann lætur ofan í sig. "Ég borða frekar mikið ruslfæði en fæ stundum köst þar sem ég hætti að drekka kók og eitthvað því um líkt. Ég borða samt ekki eingöngu rusl en pæli svo sem ekkert mikið í mataræði." Aðspurður hvort hann ætli ekki að taka upp heilbrigðara líferni segist Ómar efast um það. "Ég veit ekki hvort ég breyti einhverju. Kannski þegar nær dregur þrítugsaldrinum. Það er reyndar eftir nokkra mánuði," segir Ómar en hann verður þrítugur í janúar á næsta ári. Spurning hvort Ómar strengi hvort tveggja nýársheit og gefi sjálfum sér heilbrigðari lífsstíl í afmælisgjöf. "Ég efast um það en það er alltaf hægt að halda í vonina."
Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira