Slökkviliðsmenn í spinning 1. nóvember 2004 00:01 "Það skiptir mjög miklu máli í okkar starfi að vera í góðu formi. Við förum í þolpróf og styrktarpróf einu sinni á ári og við reynum þess vegna að æfa að minnsta kosti alla virka daga," segja Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson, starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir ásamt fjölmörgum öðrum slökkviliðsmönnum mæta í Hreyfingu á hverjum einasta degi og taka vel á því. "Þegar við erum á vakt þá mætum við í tíma klukkan 10.10 á morgnana. Ef við erum ekki á vakt þá mætum við frekar í tækjasalinn og lyftum og þess háttar. Við erum með fasta tíma á morgnana þegar við erum á vöktum sem skiptast í þolþjálfun og styrktarþjálfun. Stundum förum við í spinning, stundum í stöðvaþjálfun og stundum tökum við spretti og svoleiðis. Það er mjög mismunandi," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins hafa æft af fullum krafti síðustu sextán ár í Faxafeninu. Þó að tímarnir séu fastir hjá félögunum eru allir velkomnir og tímarnir alls ekki lokaðir almenningi. Í Hreyfingu hittast slökkviliðsmenn úr stöðvunum við Skógarhlíð og Tunguháls. Drjúgan part af morgninum má því segja að þeir stjórni slökkviliðsstöðinni úr annars konar stöð - líkamsræktarstöðinni. "Þetta er mjög gott upp á móralinn. Það er fínt að gera eitthvað með starfsfélögunum í aðeins öðruvísi umhverfi og bindast sterkum böndum. Við líka peppum hver aðra upp í tímunum og höfum mjög gaman af," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri, allt frá 24 og upp í rúmlega sextugt. Hraustu slökkviliðsmennirnir fá því miður ekki alltaf að klára æfingarnar sínar því oft kemur fyrir að þeir eru kallaðir út í miðjum klíðum. "Við erum með útkallstæki og síma á okkur þar sem við þurfum að bregðast mjög fljótt við öllum útköllum. Við erum með sérútgang í stöðinni þar sem fötin okkar og dót liggja tilbúin. Síðan er bílunum okkar lagt beint fyrir utan," segja Finnur og Hannes og því alveg ljóst að slökkviliðsmennirnir eru fljótir að bregðast við. En hvað finnst fólkinu í Hreyfingu um þetta? "Fólki finnst mjög gaman að hafa okkur hérna og svolítið spennandi þegar við erum kallaðir út."Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson hjá neyðarútgangi slökkviliðsmannanna þar sem fötin bíða tilbúin.Mynd/E.ÓlSlökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri og ná saman í ræktinni.Mynd/E.Ól Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Það skiptir mjög miklu máli í okkar starfi að vera í góðu formi. Við förum í þolpróf og styrktarpróf einu sinni á ári og við reynum þess vegna að æfa að minnsta kosti alla virka daga," segja Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson, starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir ásamt fjölmörgum öðrum slökkviliðsmönnum mæta í Hreyfingu á hverjum einasta degi og taka vel á því. "Þegar við erum á vakt þá mætum við í tíma klukkan 10.10 á morgnana. Ef við erum ekki á vakt þá mætum við frekar í tækjasalinn og lyftum og þess háttar. Við erum með fasta tíma á morgnana þegar við erum á vöktum sem skiptast í þolþjálfun og styrktarþjálfun. Stundum förum við í spinning, stundum í stöðvaþjálfun og stundum tökum við spretti og svoleiðis. Það er mjög mismunandi," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins hafa æft af fullum krafti síðustu sextán ár í Faxafeninu. Þó að tímarnir séu fastir hjá félögunum eru allir velkomnir og tímarnir alls ekki lokaðir almenningi. Í Hreyfingu hittast slökkviliðsmenn úr stöðvunum við Skógarhlíð og Tunguháls. Drjúgan part af morgninum má því segja að þeir stjórni slökkviliðsstöðinni úr annars konar stöð - líkamsræktarstöðinni. "Þetta er mjög gott upp á móralinn. Það er fínt að gera eitthvað með starfsfélögunum í aðeins öðruvísi umhverfi og bindast sterkum böndum. Við líka peppum hver aðra upp í tímunum og höfum mjög gaman af," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri, allt frá 24 og upp í rúmlega sextugt. Hraustu slökkviliðsmennirnir fá því miður ekki alltaf að klára æfingarnar sínar því oft kemur fyrir að þeir eru kallaðir út í miðjum klíðum. "Við erum með útkallstæki og síma á okkur þar sem við þurfum að bregðast mjög fljótt við öllum útköllum. Við erum með sérútgang í stöðinni þar sem fötin okkar og dót liggja tilbúin. Síðan er bílunum okkar lagt beint fyrir utan," segja Finnur og Hannes og því alveg ljóst að slökkviliðsmennirnir eru fljótir að bregðast við. En hvað finnst fólkinu í Hreyfingu um þetta? "Fólki finnst mjög gaman að hafa okkur hérna og svolítið spennandi þegar við erum kallaðir út."Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson hjá neyðarútgangi slökkviliðsmannanna þar sem fötin bíða tilbúin.Mynd/E.ÓlSlökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri og ná saman í ræktinni.Mynd/E.Ól
Heilsa Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira