Biðin gæti varað í vikur 3. nóvember 2004 00:01 Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira