Sonur minn bjargaði mér frá jakka 3. nóvember 2004 00:01 Ármann Guðmundsson, leikstjóri og leikskáld, reynir að kaupa sér sem minnst en gerði einu sinni glappaskot í innkaupum. "Ég keypti mér rúskinnsleðurjakka áður en ég útskrifaðist úr menntaskóla fyrir fjórtán árum. Þáverandi kærasta lagði hart að mér að kaupa jakkann og ég lét undan þrátt fyrir nagandi efasemdirnar sem ég fann fyrir. Hann leit svo sem ágætlega út en ég fílaði hann aldrei neitt sérstaklega og einkum voru það axlapúðarnir sem fóru í taugarnar á mér. Svo passaði hann ekkert á mig því ég var svo mikil horrengla að jakkinn flaksaðist bara á mér. Hann kostaði 20.000 krónur sem var mikill peningur í þá daga og miklu meira en við höfðum efni á. Svo bjargaði sonur minn mér frá þessum jakka með því að gubba á hann einu sinni þegar hann var búinn að drekka úr pelanum sínum. Til stóð að fara með jakkann í hreinsun en það varð einhvern veginn aldrei af því, ég veit ekki af hverju. Ég var með nett samviskubit í nokkur ár yfir því að ganga ekki í flík sem við höfðum eytt í peningum sem við áttum í raun ekki en ekki gat ég gengið í útgubbuðum jakkanum." Skyldi jakkinn vera til ennþá? "Ég gróf hann upp um daginn en held að ég muni nú ekki fara að ganga í honum. Gubbið er reyndar þornað og gufað upp en það er eitthvað við axlapúðana. Það er samt merkilegt að jakkinn sé ennþá til því ég hef flutt nokkrum sinnum síðan þetta var og alltaf hefur samviskubitið forðað mér frá því að henda honum. En nú ætla ég að fara með hann niður í leikfélag og láta hann ganga aftur. Ég vona bara að hann komi einhverjum ódauðlegum persónum til góða. Kannski skrifa ég bara mann inn í hann," segir Ármann hugsi og hver veit nema jakkinn öðlist einhvern tíma nýtt líf. Fjármál Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Ármann Guðmundsson, leikstjóri og leikskáld, reynir að kaupa sér sem minnst en gerði einu sinni glappaskot í innkaupum. "Ég keypti mér rúskinnsleðurjakka áður en ég útskrifaðist úr menntaskóla fyrir fjórtán árum. Þáverandi kærasta lagði hart að mér að kaupa jakkann og ég lét undan þrátt fyrir nagandi efasemdirnar sem ég fann fyrir. Hann leit svo sem ágætlega út en ég fílaði hann aldrei neitt sérstaklega og einkum voru það axlapúðarnir sem fóru í taugarnar á mér. Svo passaði hann ekkert á mig því ég var svo mikil horrengla að jakkinn flaksaðist bara á mér. Hann kostaði 20.000 krónur sem var mikill peningur í þá daga og miklu meira en við höfðum efni á. Svo bjargaði sonur minn mér frá þessum jakka með því að gubba á hann einu sinni þegar hann var búinn að drekka úr pelanum sínum. Til stóð að fara með jakkann í hreinsun en það varð einhvern veginn aldrei af því, ég veit ekki af hverju. Ég var með nett samviskubit í nokkur ár yfir því að ganga ekki í flík sem við höfðum eytt í peningum sem við áttum í raun ekki en ekki gat ég gengið í útgubbuðum jakkanum." Skyldi jakkinn vera til ennþá? "Ég gróf hann upp um daginn en held að ég muni nú ekki fara að ganga í honum. Gubbið er reyndar þornað og gufað upp en það er eitthvað við axlapúðana. Það er samt merkilegt að jakkinn sé ennþá til því ég hef flutt nokkrum sinnum síðan þetta var og alltaf hefur samviskubitið forðað mér frá því að henda honum. En nú ætla ég að fara með hann niður í leikfélag og láta hann ganga aftur. Ég vona bara að hann komi einhverjum ódauðlegum persónum til góða. Kannski skrifa ég bara mann inn í hann," segir Ármann hugsi og hver veit nema jakkinn öðlist einhvern tíma nýtt líf.
Fjármál Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira