Heilsan felst í húmornum 8. nóvember 2004 00:01 "Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig," segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. "Ég reyndi einu sinni að fara í líkamsrækt en mér fannst þessir tækjasalir frekar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eiginlega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða einhverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkamsrækt út af fyrir sig," segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. "Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eiginlega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkamsrækt." Heilsa Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig," segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. "Ég reyndi einu sinni að fara í líkamsrækt en mér fannst þessir tækjasalir frekar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eiginlega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða einhverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkamsrækt út af fyrir sig," segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. "Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eiginlega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkamsrækt."
Heilsa Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira