Bardagar breiðast út 15. nóvember 2004 00:01 Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á vígamenn í Baquba og Falluja í gær þar sem harðir bardagar geisuðu milli vígamanna annars vegar og bandarískra og íraskra hermanna hins vegar. Tugir manna féllu í bardögum sem hafa breiðst út um Írak í kjölfar árásarinnar á vígamenn í Falluja. Sjö hermenn og 30 vígamenn féllu í bardögum í Mosul. Vígamenn drógu særðan lögreglumann úr rúmi hans í sjúkrahúsi í borginni, myrtu hann og hengdu lík hans upp öðrum til viðvörunar. Níu hið minnsta létust í bardögum í Baquba, flestir þeirra óbreyttir borgarar en einnig einn lögreglumaður og einn vígamaður. Bardagar hafa breiðst út undanfarna daga, einkum í borgunum Baiji, Mosul, Ramadi og Samarra þar sem súnnímúslimar eru í meirihluta en einnig í Baquba þar sem álíka margir súnnímúslimar og sjíamúslimar búa. Bandarísk og írösk yfirvöld segja bardaga í Falluja á lokastigi, aðeins eigi eftir að uppræta síðustu leifar vígamanna. Birgðalest Rauða hálfmánans, hlaðinni hjálpargögnum, var snúið frá Falluja þar sem ástandið í borginni þótti of hættulegt til að leggja líf hjálparstarfsmanna í hættu. "Ég get ekki fórnað lífi sjálfboðaliðanna. Það er mjög hættulegt að fara inn í Falluja núna og okkur þótti betra að fara ekki inn í borgina," sagði Ismail al-Haqi, yfirmaður íraska Rauða hálfmánans. Rauða hálfmánanum hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til íbúa Falluja þá rúmu viku sem bardagar í borginni hafa staðið yfir. Bandarískar og íraskar hersveitir hafa snúið birgðalestum við þegar þær hafa reynt að komast inn í borgina og segja hermenn sína hjálpa íbúunum. Nóg er af hjálpargögnum í sjúkrahúsi borgarinnar, einkum vegna þess að sjúklingar og sært fólk hefur ekki komist þangað. Tugþúsundir hafa flúið Falluja og hafast við í bráðabirgðabúðum við erfiðar aðstæður fyrir utan borgina. Óvissa ríkir um afdrif þeirra sem eftir urðu í borginni, margir eru sárir eftir átök undanfarinna daga. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Bandarískar herþotur vörpuðu sprengjum á vígamenn í Baquba og Falluja í gær þar sem harðir bardagar geisuðu milli vígamanna annars vegar og bandarískra og íraskra hermanna hins vegar. Tugir manna féllu í bardögum sem hafa breiðst út um Írak í kjölfar árásarinnar á vígamenn í Falluja. Sjö hermenn og 30 vígamenn féllu í bardögum í Mosul. Vígamenn drógu særðan lögreglumann úr rúmi hans í sjúkrahúsi í borginni, myrtu hann og hengdu lík hans upp öðrum til viðvörunar. Níu hið minnsta létust í bardögum í Baquba, flestir þeirra óbreyttir borgarar en einnig einn lögreglumaður og einn vígamaður. Bardagar hafa breiðst út undanfarna daga, einkum í borgunum Baiji, Mosul, Ramadi og Samarra þar sem súnnímúslimar eru í meirihluta en einnig í Baquba þar sem álíka margir súnnímúslimar og sjíamúslimar búa. Bandarísk og írösk yfirvöld segja bardaga í Falluja á lokastigi, aðeins eigi eftir að uppræta síðustu leifar vígamanna. Birgðalest Rauða hálfmánans, hlaðinni hjálpargögnum, var snúið frá Falluja þar sem ástandið í borginni þótti of hættulegt til að leggja líf hjálparstarfsmanna í hættu. "Ég get ekki fórnað lífi sjálfboðaliðanna. Það er mjög hættulegt að fara inn í Falluja núna og okkur þótti betra að fara ekki inn í borgina," sagði Ismail al-Haqi, yfirmaður íraska Rauða hálfmánans. Rauða hálfmánanum hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til íbúa Falluja þá rúmu viku sem bardagar í borginni hafa staðið yfir. Bandarískar og íraskar hersveitir hafa snúið birgðalestum við þegar þær hafa reynt að komast inn í borgina og segja hermenn sína hjálpa íbúunum. Nóg er af hjálpargögnum í sjúkrahúsi borgarinnar, einkum vegna þess að sjúklingar og sært fólk hefur ekki komist þangað. Tugþúsundir hafa flúið Falluja og hafast við í bráðabirgðabúðum við erfiðar aðstæður fyrir utan borgina. Óvissa ríkir um afdrif þeirra sem eftir urðu í borginni, margir eru sárir eftir átök undanfarinna daga.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira