Sverðfiskur og karríkássur 18. nóvember 2004 00:01 Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli. Matur Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli.
Matur Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira