Aukið hungur kemur ekki á óvart 13. október 2005 15:02 "Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
"Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira