Hver klukkutími eins og korter 13. október 2005 15:02 Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira