Stakk mann með skærum 8. desember 2004 00:01 Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira