Miltisbrandssýkt hross brennd 9. desember 2004 00:01 Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira