Miltisbrandssýkt hross brennd 9. desember 2004 00:01 Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýrum en fólk eigi samt að vera meðvitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þingvallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýkingarinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambinum. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýralæknir auglýsti nýlega eftir upplýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru grafin. "Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu," segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?