Annir og afslöppun á Alþingi 13. desember 2004 00:01 Nýhafið jólahlé Alþingis hefur enn og aftur orðið tilefni vangavelta um hvort þingmennska sé fullt starf. Þykir sumum sem svo geti vart verið enda starfar Alþingi skemur en aðrar stofnanir, svo ekki sé nú minnst á fyrirtæki. Þing kom saman, venju samkvæmt, upp úr hádegi þann 1. október. Þingið starfaði svo í næstu þrjár vikur og á þeim tíma voru haldnir ellefu þingfundir auk þess sem forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Að þessum þremur vikum liðnum var blásið til svokallaðrar kjördæmaviku. Fyrsta mánuð þingsins voru haldnir þrettán þingfundir ef allt er talið með og á einum þeirra, þeim síðasta fyrir kjördæmavikuna var fyrsta frumvarp vetrarins samþykkt. Fjallar það um varnir gegn mengun hafs og stranda. Þingheimur var fundaglaðari í nóvember og varði flestum dögum mánaðarins til fundahalda og urðu tvö frumvörp að lögum. Með öðru hækkuðu gjöld á áfengi og tóbak en hitt frumvarpið snéri að kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Í desember voru þingfundir í fimm daga og sérstakir nefndadagar voru þrír. 26 frumvörp urðu að lögum í mánuðinum. Samtals hafa því 29 ný lög verið samþykkt frá Alþingi í vetur. Misjafn er háttur manna Allur gangur er á hvernig þingmenn verja þeim hléum og leyfum sem gefast frá störfum innan þingsins sjálfs. Í kjördæmavikum halda margir landsbyggðarþingmenn heim í héruð og funda með fólki. Í sumum kjördæmum er sá háttur hafður á að þingmenn allra flokka hitta sveitastjórnarmenn sameiginlega en í öðrum kjördæmum er slíku ekki að heilsa. Geta þingmenn á þeim bæjum í raun gert hvað sem þeir vilja. Að sama skapi nýta menn jólahléð með misjöfnum hætti, sumir eru eins og útspýtt hundskinn á meðan aðrir taka því rólega. Einn þingmaður sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki geta hugsað sér að sitja auðum höndum þó ekki væri nema samviskunnar vegna. Annar sagðist nauðbeygður verja tímanum í lestur gagna og undirbúning frumvarpa en þriðji þingmaðurinn sagðist vinna á hálfum hraða enda atið mikið á meðan þingið starfaði. En þó þingmennirnir fylli ekki sali þinghússins er ekki þar með sagt að um hægist hjá almennu starfsfólki þingsins. Mikið mæðir á því þrátt fyrir fundahlé, tíminn er nýttur til að grynnka á bunkunum sem safnast hafa upp. Slegið í klárinn á nýju ári Eftir að þing kemur saman á ný 24. janúar verður fundað nánast sleitulaust fram að páskum. Að þeim loknum verður þráðurinn tekinn upp á ný og unnið fram að þingfrestun sem áætluð er 11. maí. Á nýju ári er gert ráð fyrir að halda 51 þingfund og nokkrir dagar fara í nefndastörf og sitthvað fleira. Ekki er að efa að ný lög verði samþykkt í bunkum á þeim tíma. Stjórnmálaáhugamenn segja undarlegt hve fá frumvörp urðu að lögum á haustþinginu og segjast ekki reka minni til að þau hafi verið jafn fá í langan tíma. Athugun leiðir í ljós að þetta er rétt og vilja menn meina að stólaskipti formanna stjórnarflokkanna hafa haft sitt að segja. Eðlilegt sé að það taki nýjan forsætisráðherra að finna sinn takt við verkstjórn ríkisstjórnarinnar. Margir fagna raunar að lögin séu ekki fleiri og vildu helst sjá þau enn færri. Málgleðin misjöfn Þingmenn hafa verið misiðnir við þingstörf vetrarins og allur gangur á hvort þeir tala mikið eða lítið. Varast ber að taka einungis mið af þeim tíma sem þingmenn verja í ræðustóli og álykta út frá honum um iðni einstakra þingmanna en einhverjar ályktanir má draga þó. Á meðan sumir þingmenn hafa varið mörgum klukkustundum í púlti hafa aðrir rétt stigið inn fæti. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, hefur flutt 69 ræður í vetur og gert 77 athugasemdir við mál annarra. Samtals hefur hann varið í þetta á þrettándu klukkustund. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, hefur flutt 59 ræður en gert 98 athugasemdir og hefur mál hans samtals tekið um tólf tíma. Á níu klukkustundum hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, flutt 53 ræður og gert 47 athugasemdir. Formönnum stjórnarflokkanna hefur ekki legið jafn þungt á hjarta. Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, hefur flutt 46 ræður og gert 20 athugasemdir og notað til þess tæpar fjórar klukkustundir og Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki, hefur flutt 14 ræður og gert 16 athugasemdir og varið til þess rúmum einum og hálfum tíma. Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingunni, er líkast til sá þingmaður sem hvað minnst hefur látið að sér kveða við þingstörfin í vetur en hún hefur talað í heilar fjórar mínútur. Oft eru ráðherrabekkirnir auðir.MYND/VilhelmGuðrún Ögmundsdóttir hefur talað í fjórar mínútur á þingi í vetur.MYND/Vallir Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Nýhafið jólahlé Alþingis hefur enn og aftur orðið tilefni vangavelta um hvort þingmennska sé fullt starf. Þykir sumum sem svo geti vart verið enda starfar Alþingi skemur en aðrar stofnanir, svo ekki sé nú minnst á fyrirtæki. Þing kom saman, venju samkvæmt, upp úr hádegi þann 1. október. Þingið starfaði svo í næstu þrjár vikur og á þeim tíma voru haldnir ellefu þingfundir auk þess sem forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Að þessum þremur vikum liðnum var blásið til svokallaðrar kjördæmaviku. Fyrsta mánuð þingsins voru haldnir þrettán þingfundir ef allt er talið með og á einum þeirra, þeim síðasta fyrir kjördæmavikuna var fyrsta frumvarp vetrarins samþykkt. Fjallar það um varnir gegn mengun hafs og stranda. Þingheimur var fundaglaðari í nóvember og varði flestum dögum mánaðarins til fundahalda og urðu tvö frumvörp að lögum. Með öðru hækkuðu gjöld á áfengi og tóbak en hitt frumvarpið snéri að kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Í desember voru þingfundir í fimm daga og sérstakir nefndadagar voru þrír. 26 frumvörp urðu að lögum í mánuðinum. Samtals hafa því 29 ný lög verið samþykkt frá Alþingi í vetur. Misjafn er háttur manna Allur gangur er á hvernig þingmenn verja þeim hléum og leyfum sem gefast frá störfum innan þingsins sjálfs. Í kjördæmavikum halda margir landsbyggðarþingmenn heim í héruð og funda með fólki. Í sumum kjördæmum er sá háttur hafður á að þingmenn allra flokka hitta sveitastjórnarmenn sameiginlega en í öðrum kjördæmum er slíku ekki að heilsa. Geta þingmenn á þeim bæjum í raun gert hvað sem þeir vilja. Að sama skapi nýta menn jólahléð með misjöfnum hætti, sumir eru eins og útspýtt hundskinn á meðan aðrir taka því rólega. Einn þingmaður sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki geta hugsað sér að sitja auðum höndum þó ekki væri nema samviskunnar vegna. Annar sagðist nauðbeygður verja tímanum í lestur gagna og undirbúning frumvarpa en þriðji þingmaðurinn sagðist vinna á hálfum hraða enda atið mikið á meðan þingið starfaði. En þó þingmennirnir fylli ekki sali þinghússins er ekki þar með sagt að um hægist hjá almennu starfsfólki þingsins. Mikið mæðir á því þrátt fyrir fundahlé, tíminn er nýttur til að grynnka á bunkunum sem safnast hafa upp. Slegið í klárinn á nýju ári Eftir að þing kemur saman á ný 24. janúar verður fundað nánast sleitulaust fram að páskum. Að þeim loknum verður þráðurinn tekinn upp á ný og unnið fram að þingfrestun sem áætluð er 11. maí. Á nýju ári er gert ráð fyrir að halda 51 þingfund og nokkrir dagar fara í nefndastörf og sitthvað fleira. Ekki er að efa að ný lög verði samþykkt í bunkum á þeim tíma. Stjórnmálaáhugamenn segja undarlegt hve fá frumvörp urðu að lögum á haustþinginu og segjast ekki reka minni til að þau hafi verið jafn fá í langan tíma. Athugun leiðir í ljós að þetta er rétt og vilja menn meina að stólaskipti formanna stjórnarflokkanna hafa haft sitt að segja. Eðlilegt sé að það taki nýjan forsætisráðherra að finna sinn takt við verkstjórn ríkisstjórnarinnar. Margir fagna raunar að lögin séu ekki fleiri og vildu helst sjá þau enn færri. Málgleðin misjöfn Þingmenn hafa verið misiðnir við þingstörf vetrarins og allur gangur á hvort þeir tala mikið eða lítið. Varast ber að taka einungis mið af þeim tíma sem þingmenn verja í ræðustóli og álykta út frá honum um iðni einstakra þingmanna en einhverjar ályktanir má draga þó. Á meðan sumir þingmenn hafa varið mörgum klukkustundum í púlti hafa aðrir rétt stigið inn fæti. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, hefur flutt 69 ræður í vetur og gert 77 athugasemdir við mál annarra. Samtals hefur hann varið í þetta á þrettándu klukkustund. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, hefur flutt 59 ræður en gert 98 athugasemdir og hefur mál hans samtals tekið um tólf tíma. Á níu klukkustundum hefur Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, flutt 53 ræður og gert 47 athugasemdir. Formönnum stjórnarflokkanna hefur ekki legið jafn þungt á hjarta. Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, hefur flutt 46 ræður og gert 20 athugasemdir og notað til þess tæpar fjórar klukkustundir og Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki, hefur flutt 14 ræður og gert 16 athugasemdir og varið til þess rúmum einum og hálfum tíma. Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingunni, er líkast til sá þingmaður sem hvað minnst hefur látið að sér kveða við þingstörfin í vetur en hún hefur talað í heilar fjórar mínútur. Oft eru ráðherrabekkirnir auðir.MYND/VilhelmGuðrún Ögmundsdóttir hefur talað í fjórar mínútur á þingi í vetur.MYND/Vallir
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira