Allt í einu skíðlogaði allt! 13. desember 2004 00:01 Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira