Verð á rafmagni 14. desember 2004 00:01 Um áramótin taka gildi ný lög um raforkuframleiðslu og er ljóst að verð á rafmagni til notenda mun hækka, en mikill skoðanamunur er á milli Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitunnar annarsvegar og iðnaðarráðherra hinsvegar um hækkunarþörfina. Þegar ný raforkulög voru í undirbúningi vöruðu forystumenn Hitaveitu Suðurnesja strax við því að þessar breytingar myndu hafa í för með sér mikla hækkun á raforkuverði. Nýju lögin gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforku verði aðskilin, og dreifikerfið verði að standa undir sér án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Í þessu felst að dreifingarkostnaður raforku verður jafnaður. Þessi lagabreyting mun vera tilkomin vegna reglna um raforkuframleiðslu hjá Evrópusambandinu, og þar sem við tilheyrum Evrópska efnahagssvæðinu þurfti að breyta lögunum hér. Staðreyndin er sú að um árabil hefur Landsvirkjun haft mikla yfirburði yfir önnur orkuvinnslufyrirtæki varðandi framleiðslu og dreifingu rafmagns. Nú eru hinsvegar aðrir tímar, og eftir rúmlega eitt ár, eða frá 1. janúar 2006, má gera ráð fyrir að virk samkeppni verði hér á orkumarkaði. Reyndar er þegar komin samkeppni á vissum sviðum, eins og raforkusamningar Orkuveitunnar og Hitaveitu Suðurnesja til Norðuráls eru til marks um. Ellert Eiríksson, formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, sagði í viðtali við Fréttablaðið á sunnudag að það stefndi í að raforkuverð hjá fyrirtækinu þyrfti að hækka um tíu prósent. Þá segir hann að svartsýnustu spár um væntanlegar hækkanir hefðu orðið að veruleika og nú væri unnið að því að finna leiðir til þess að viðskiptavinir veitunnar yrðu sem minnst varir við hækunina. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hinsvegar í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirhugaðar hækkanir Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitunnar standist ekki skoðun og að fyrirtækin séu að reyna að knýja fram hækkanir á fölskum forsendum. Þetta eru býsna stór orð hjá yfirmanni orkumála í landinu, en ráðherrann ber fyrir sig úttekt Orkustofnunar í þessum efnum. Þar segir að hækkunarþörfin að meðtöldum verðlagshækkunum sé um fimm af hundraði á Suðurnesjum og samtals um þrír af hundraði hjá Orkuveitunni. Þarna munar mjög miklu, svo ekki sé meira sagt, og hækkanir umfram þetta séu vegna þess að fyrirtækin kunni að vera að nýta sér heimildir til aukinnar arðstöku í dreifingu, eða að hækka orkuverð frá eigin virkjunum, segir í greinargerð Orkustofnunar. Ef raforkuverð hækkar um allt að tíu af hundraði um áramótin á Suðurnesjum og á svæði Orkuveitunnar fer ekki hjá því að þess mun gæta í neysluverðsvísitölunni. Forystumenn orkufyrirtækjanna á suð-vesturhorni landsins þurfa að leggja fram gild rök fyrir þessari miklu hækkun. Þeir eru nú að stíga fyrstu skrefin í samkeppninni við Landsvirkjun og það er út af fyrir sig ánægjuefni að samkeppni er komin á í þessum mikilvæga geira sem orkusalan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Um áramótin taka gildi ný lög um raforkuframleiðslu og er ljóst að verð á rafmagni til notenda mun hækka, en mikill skoðanamunur er á milli Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitunnar annarsvegar og iðnaðarráðherra hinsvegar um hækkunarþörfina. Þegar ný raforkulög voru í undirbúningi vöruðu forystumenn Hitaveitu Suðurnesja strax við því að þessar breytingar myndu hafa í för með sér mikla hækkun á raforkuverði. Nýju lögin gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforku verði aðskilin, og dreifikerfið verði að standa undir sér án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Í þessu felst að dreifingarkostnaður raforku verður jafnaður. Þessi lagabreyting mun vera tilkomin vegna reglna um raforkuframleiðslu hjá Evrópusambandinu, og þar sem við tilheyrum Evrópska efnahagssvæðinu þurfti að breyta lögunum hér. Staðreyndin er sú að um árabil hefur Landsvirkjun haft mikla yfirburði yfir önnur orkuvinnslufyrirtæki varðandi framleiðslu og dreifingu rafmagns. Nú eru hinsvegar aðrir tímar, og eftir rúmlega eitt ár, eða frá 1. janúar 2006, má gera ráð fyrir að virk samkeppni verði hér á orkumarkaði. Reyndar er þegar komin samkeppni á vissum sviðum, eins og raforkusamningar Orkuveitunnar og Hitaveitu Suðurnesja til Norðuráls eru til marks um. Ellert Eiríksson, formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, sagði í viðtali við Fréttablaðið á sunnudag að það stefndi í að raforkuverð hjá fyrirtækinu þyrfti að hækka um tíu prósent. Þá segir hann að svartsýnustu spár um væntanlegar hækkanir hefðu orðið að veruleika og nú væri unnið að því að finna leiðir til þess að viðskiptavinir veitunnar yrðu sem minnst varir við hækunina. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hinsvegar í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirhugaðar hækkanir Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitunnar standist ekki skoðun og að fyrirtækin séu að reyna að knýja fram hækkanir á fölskum forsendum. Þetta eru býsna stór orð hjá yfirmanni orkumála í landinu, en ráðherrann ber fyrir sig úttekt Orkustofnunar í þessum efnum. Þar segir að hækkunarþörfin að meðtöldum verðlagshækkunum sé um fimm af hundraði á Suðurnesjum og samtals um þrír af hundraði hjá Orkuveitunni. Þarna munar mjög miklu, svo ekki sé meira sagt, og hækkanir umfram þetta séu vegna þess að fyrirtækin kunni að vera að nýta sér heimildir til aukinnar arðstöku í dreifingu, eða að hækka orkuverð frá eigin virkjunum, segir í greinargerð Orkustofnunar. Ef raforkuverð hækkar um allt að tíu af hundraði um áramótin á Suðurnesjum og á svæði Orkuveitunnar fer ekki hjá því að þess mun gæta í neysluverðsvísitölunni. Forystumenn orkufyrirtækjanna á suð-vesturhorni landsins þurfa að leggja fram gild rök fyrir þessari miklu hækkun. Þeir eru nú að stíga fyrstu skrefin í samkeppninni við Landsvirkjun og það er út af fyrir sig ánægjuefni að samkeppni er komin á í þessum mikilvæga geira sem orkusalan er.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun