Spænsk jólavín 22. desember 2004 00:01 Á spænsku eru vínhúsin kölluð bodegas og vínframleiðendur því kallaðir bodegueros. Vínframleiðendur Spánar nota mjög margar tegundir þrúgna í vínin sín og er ekki óalgengt að finna cabernet sauvignon, pinot noir og aðrar algengar þrúgur í þeim. En meirihluti vínanna er framleiddur úr innlendum þrúgum, eins og tempranillo og viura, sem margar hverjar eru ekki til utan Íberíuskagans. Aðferðirnar sem spænskir bodegueros nota eru tæknilega þær sömu og annars staðar, en það eru tæknileg atriði, geymsla, öldrun og fleira þess háttar sem gefur spænskum vínum áhugaverðan og oft ánægjulega sérstakan keim. Allied Domecq á stærstu vínsamsteypu á Spáni og framleiðir þar allt litróf vína. Því er ekki erfitt að finna gott vín frá þeim með jólamatnum í öllum verðflokkum. Las Campanas Crianza er dúndurvín með veislumat af ýmsu tagi, eins og il dæmis kalkún eða hamborgarhrygg. Magnað vín í fjölmennar samkomur. Verð: 1.090 kr. Campo Viejo Reserva er vínið með hangikjötinu, því það gengur afar vel með öllu lambakjöti. Einstaklega gott með smáréttum og ostum af ýmsu tagi í mýkri kantinum. Verð: 1.350 kr. Marques de Arienzo Gran Reserva er fullkomið með villibráð, til dæmis rjúpu, gæs eða hreindýri. Einnig sérstaklega gott með nauti. Verð: 1.750 kr. Matur Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á spænsku eru vínhúsin kölluð bodegas og vínframleiðendur því kallaðir bodegueros. Vínframleiðendur Spánar nota mjög margar tegundir þrúgna í vínin sín og er ekki óalgengt að finna cabernet sauvignon, pinot noir og aðrar algengar þrúgur í þeim. En meirihluti vínanna er framleiddur úr innlendum þrúgum, eins og tempranillo og viura, sem margar hverjar eru ekki til utan Íberíuskagans. Aðferðirnar sem spænskir bodegueros nota eru tæknilega þær sömu og annars staðar, en það eru tæknileg atriði, geymsla, öldrun og fleira þess háttar sem gefur spænskum vínum áhugaverðan og oft ánægjulega sérstakan keim. Allied Domecq á stærstu vínsamsteypu á Spáni og framleiðir þar allt litróf vína. Því er ekki erfitt að finna gott vín frá þeim með jólamatnum í öllum verðflokkum. Las Campanas Crianza er dúndurvín með veislumat af ýmsu tagi, eins og il dæmis kalkún eða hamborgarhrygg. Magnað vín í fjölmennar samkomur. Verð: 1.090 kr. Campo Viejo Reserva er vínið með hangikjötinu, því það gengur afar vel með öllu lambakjöti. Einstaklega gott með smáréttum og ostum af ýmsu tagi í mýkri kantinum. Verð: 1.350 kr. Marques de Arienzo Gran Reserva er fullkomið með villibráð, til dæmis rjúpu, gæs eða hreindýri. Einnig sérstaklega gott með nauti. Verð: 1.750 kr.
Matur Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira