Hressir hjólamenn 27. desember 2004 00:01 "Við erum nokkrir galvaskir hjólreiðakappar sem keppum innanlands og erum að reyna að koma okkur allhressilega á kortið. Við erum með bikarmeistara í hjólreiðum síðasta árs í okkar röðum og þessi klúbbur er fullur af ungum og efnilegum hjólreiðamönnum," segir Guðni Dagur Kristjánsson, stjórnarformaður félagsins. "Við erum rúmlega þrjátíu í félaginu og sum okkar hafa verið að hjóla saman í um þrjú ár en félagið er aðeins mánaðargamalt. Við erum fjórir til fimm sem æfum reglulega og erum á höttunum eftir styrktaraðilum þar sem við stefnum á stóra hluti. Við erum að fara í hjólreiðakeppni í Færeyjum næsta sumar sem heitir því skemmtilega nafni Tour de Færeyjar. Síðan erum við með einn gjaldgengan hjólreiðamann sem fer líklegast á Smáþjóðaleikana í júní á næsta ári og við ættum að geta gert stóra hluti þar," segir Guðni og bætir við að öllum sé frjálst að mæta á æfingar hjá félaginu. "Við erum nokkrir sem æfum fjórum sinnum í viku klukkan sex á morgnana. Annars eru skipulagðar æfingar á fimmtudagskvöldum klukkan 20 og sunnudagsmorgnum klukkan 9.30 þar sem allir hittast. Þetta er rosalega góður félagsskapur og maður kemst í rífandi gír allan daginn ef maður fer að hjóla svona á morgnana. Það er allur gangur á stöðu fólks í félaginu, sumir fara hratt og sumir hægt. Við skiljum auðvitað engan eftir þannig að þarf enginn að vera hræddur við að ganga í félagið. Eina sem þarf er góður fatnaður og hjól sem virkar, helst á nagladekkjum." Guðni hefur haft dálæti á hjólreiðum alla tíð en hefur hjólað mikið nú í seinni tíð. "Ég byrjaði af viti í fyrra og var að fikta við þetta áður. Ég hljóp alltaf mjög mikið en þegar maður er á hjóli fer maður mun hraðar yfir og það gerir íþróttina svo skemmtilega. Ég get til dæmis skroppið upp í Heiðmörk og komið aftur heim á tveim tímum. Síðan upplifir maður náttúruna svo vel á hjóli og fílar sig almennt í botn," segir Guðni og segir enn fremur að hjólreiðar séu hollari en margar íþróttir. "Þetta er með betri æfingum sem til eru. Við höfum fengið fólk í félagið sem hefur meiðst í öðrum íþróttum eins og sundi og fótbolta en hefur liðið vel á hjólinu. Það eru engin snögg átök á neina liði eða vöðva og líkaminn veit nákvæmlega hverju hann á von á." En eru engar konur í félaginu? "Því miður hafa engar konur gengið í félagið en við hefðum vissulega ánægju af því að fá nokkrar konur í hópinn." Heilsa Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við erum nokkrir galvaskir hjólreiðakappar sem keppum innanlands og erum að reyna að koma okkur allhressilega á kortið. Við erum með bikarmeistara í hjólreiðum síðasta árs í okkar röðum og þessi klúbbur er fullur af ungum og efnilegum hjólreiðamönnum," segir Guðni Dagur Kristjánsson, stjórnarformaður félagsins. "Við erum rúmlega þrjátíu í félaginu og sum okkar hafa verið að hjóla saman í um þrjú ár en félagið er aðeins mánaðargamalt. Við erum fjórir til fimm sem æfum reglulega og erum á höttunum eftir styrktaraðilum þar sem við stefnum á stóra hluti. Við erum að fara í hjólreiðakeppni í Færeyjum næsta sumar sem heitir því skemmtilega nafni Tour de Færeyjar. Síðan erum við með einn gjaldgengan hjólreiðamann sem fer líklegast á Smáþjóðaleikana í júní á næsta ári og við ættum að geta gert stóra hluti þar," segir Guðni og bætir við að öllum sé frjálst að mæta á æfingar hjá félaginu. "Við erum nokkrir sem æfum fjórum sinnum í viku klukkan sex á morgnana. Annars eru skipulagðar æfingar á fimmtudagskvöldum klukkan 20 og sunnudagsmorgnum klukkan 9.30 þar sem allir hittast. Þetta er rosalega góður félagsskapur og maður kemst í rífandi gír allan daginn ef maður fer að hjóla svona á morgnana. Það er allur gangur á stöðu fólks í félaginu, sumir fara hratt og sumir hægt. Við skiljum auðvitað engan eftir þannig að þarf enginn að vera hræddur við að ganga í félagið. Eina sem þarf er góður fatnaður og hjól sem virkar, helst á nagladekkjum." Guðni hefur haft dálæti á hjólreiðum alla tíð en hefur hjólað mikið nú í seinni tíð. "Ég byrjaði af viti í fyrra og var að fikta við þetta áður. Ég hljóp alltaf mjög mikið en þegar maður er á hjóli fer maður mun hraðar yfir og það gerir íþróttina svo skemmtilega. Ég get til dæmis skroppið upp í Heiðmörk og komið aftur heim á tveim tímum. Síðan upplifir maður náttúruna svo vel á hjóli og fílar sig almennt í botn," segir Guðni og segir enn fremur að hjólreiðar séu hollari en margar íþróttir. "Þetta er með betri æfingum sem til eru. Við höfum fengið fólk í félagið sem hefur meiðst í öðrum íþróttum eins og sundi og fótbolta en hefur liðið vel á hjólinu. Það eru engin snögg átök á neina liði eða vöðva og líkaminn veit nákvæmlega hverju hann á von á." En eru engar konur í félaginu? "Því miður hafa engar konur gengið í félagið en við hefðum vissulega ánægju af því að fá nokkrar konur í hópinn."
Heilsa Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira