Umræðan á Íslandi hefur áhrif á skoðun Norðmanna 25. október 2005 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ásamt Göran Persson "Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi." Fréttablaðið Hari Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópusambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna." Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki borist. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýðingarmikil. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa fara fram innan þess einnig. "Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á eldsneyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins," sagði Göran Persson. "Norðmenn vilja áfram grundvalla tengsl sín við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður forsætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópubambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. "Verkamannaflokkurinn áksilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið," segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðum inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttarlaus vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Ég er viss um að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið muni það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegn um samningaviðræður, sótt um inngöngu og fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið. Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði orð fyrir forsætisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á blaðamannafundi í Reykjavík í gærkvöldi. "Viðræður okkar snérust einkum um samband Norðurlanda og Eystrasaltslandanna við Evrópusambandið og tengslin milli ES og Evrópska efnahagssvæðisins. Við ræddum einnig sambandið við Rússland og Úkraínu. Við ræðum þau mál áfram á síðari fundi hér. En einnig ræddum við tengsl Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna." Spurðir um formlega aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði sagði Halldór að slíkar aðildarumsóknir hefðu ekki borist. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði að tengslin og samvinnan við Rússland væri afar þýðingarmikil. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eiga aðild að Evrópusambandinu og sagði Persson að umræður um nánari samvinnu við Rússa fara fram innan þess einnig. "Hagsmunirnir liggja á orkusviðinu, framboði á eldsneyti, áætlunum um að horfa til fjölbreytilegra orkugjafa og verða ekki háðir eldsneyti frá einu eða tveimur löndum innan álfunnar. Það er margt að ræða við Rússa bæði af hálfu Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins," sagði Göran Persson. "Norðmenn vilja áfram grundvalla tengsl sín við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," sagði Jens Stoltenberg, nýbakaður forsætisráðherra Noregs. Sósíalíski vinstriflokkurinn, samstarfsflokkur Verkamannaflokksins í nýrri ríkisstjórn Noregs, er andvígur inngöngu í Evrópubambandið og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir aðildarumsókn. "Verkamannaflokkurinn áksilur sér þó frelsi til þess að fylgja stefnu sinni í Evrópumálum, taka upp málið ef og þegar sá tími kemur að Norðmenn eru reiðubúinir á ný til þess að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið," segir Stoltenberg. Norðmenn höfnuðum inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972 og aftur árið 1994. Stoltenberg segir að ef ætlunin sé að sækja um inngöngu verði að ganga úr skugga um að það sé afdráttarlaus vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Ég er viss um að ef Ísland sækti um inngöngu í Evrópusambandið muni það hafa mikil áhrif á umræðuna í Noregi. Við fylgjumst með því hvernig umræðan þróast á Íslandi því hún hefur áhrif í Noregi. En ólíkt Íslendingum höfum við í tvígang farið í gegn um samningaviðræður, sótt um inngöngu og fellt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jens Stoltenberg í samtali við Fréttablaðið.
Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira