Maður, líttu þér nær! 9. nóvember 2005 06:00 Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun