Hjónabandið er heilagt og biblían óskeikul 1. desember 2005 05:00 Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heilagt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. "Heilagt hjónaband" segjum við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verður heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæmum og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkamsgerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekkert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblían bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heilagrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bókinni standa. Gleðifrétt kristinnar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfæring mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkynhneigðra para, nú, þegar sú einfalda vitneskja er orðin almenningseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heilagt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. "Heilagt hjónaband" segjum við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verður heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæmum og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkamsgerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekkert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblían bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heilagrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bókinni standa. Gleðifrétt kristinnar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfæring mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkynhneigðra para, nú, þegar sú einfalda vitneskja er orðin almenningseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar