Vitundarvakning í umhverfismálum 1. desember 2005 05:00 Líklega hafa ýmsir vaknað til vitundar um mengandi áhrif umferðar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í fréttum var frá því sagt að magn tiltekinna efna hefði verið meira en góðu hófi gegndi og að á slíkum þurrum og köldum vetrardögum færi mengun frá útblæstri bifreiða og svifryk frá umferð yfir hámörk sem sett eru til verndar heilsu manna. Síðan fór að blása, en vindurinn blæs þessu að mestu á haf út - og lengi tekur víst sjórinn við. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á loftmengun og fleiru með kynningarátaki í haust. Það liggja fyrir upplýsingar um mengun og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Eitt er vistvænn (mjúkur) akstur, annað betra skipulag ferða (engir óþarfir skreppitúrar) og þriðja notkun strætó, reiðhjóla eða tveggja jafnfljótra fyrir þá sem það geta. Önnur atriði sem eru til athugunar er m.a. frekari takmörkun á notkun nagladekkja sem rífa upp malbikið og dreifa malbiksryki yfir umferðaræðar og nærliggjandi svæði. Svo þarf að huga að því hvernig við nýtum borgarlandið, en það er ótrúlegt að nær helmingur þess skuli fara undir umferðarmannvirki og tengd svæði. Aðventan er kannski ekki besti tíminn til breytinga í þessum efnum, því þá þurfa allir óhindrað að komast ferða sinna til að lenda ekki í jólakettinum. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að áramótin eru líklega sá tími þegar loftmengun er hvað mest vegna flugeldagleði landsmanna. Ég hef hingað til lagt minn skerf til þeirra hluta og stutt mitt íþróttafélag, sem aflar tekna með flugeldasölu, í leiðinni. Um hver áramót togast á í mér annars vegar tryggðin við félagið og stráksleg gleðin við að framleiða sem mestan hávaða og læti og hins vegar nagandi samviska yfir þeirri mengun og sóðaskap sem þessu fylgir. Til þessa hafa tryggðin við félagið og stráksskapurinn haft yfirhöndina, en samviskan sækir þó í sig veðrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Kannski ég fái mér risatertu til að skjóta upp um áramótin og láti hana verða hina síðustu! Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Líklega hafa ýmsir vaknað til vitundar um mengandi áhrif umferðar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í fréttum var frá því sagt að magn tiltekinna efna hefði verið meira en góðu hófi gegndi og að á slíkum þurrum og köldum vetrardögum færi mengun frá útblæstri bifreiða og svifryk frá umferð yfir hámörk sem sett eru til verndar heilsu manna. Síðan fór að blása, en vindurinn blæs þessu að mestu á haf út - og lengi tekur víst sjórinn við. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á loftmengun og fleiru með kynningarátaki í haust. Það liggja fyrir upplýsingar um mengun og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Eitt er vistvænn (mjúkur) akstur, annað betra skipulag ferða (engir óþarfir skreppitúrar) og þriðja notkun strætó, reiðhjóla eða tveggja jafnfljótra fyrir þá sem það geta. Önnur atriði sem eru til athugunar er m.a. frekari takmörkun á notkun nagladekkja sem rífa upp malbikið og dreifa malbiksryki yfir umferðaræðar og nærliggjandi svæði. Svo þarf að huga að því hvernig við nýtum borgarlandið, en það er ótrúlegt að nær helmingur þess skuli fara undir umferðarmannvirki og tengd svæði. Aðventan er kannski ekki besti tíminn til breytinga í þessum efnum, því þá þurfa allir óhindrað að komast ferða sinna til að lenda ekki í jólakettinum. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að áramótin eru líklega sá tími þegar loftmengun er hvað mest vegna flugeldagleði landsmanna. Ég hef hingað til lagt minn skerf til þeirra hluta og stutt mitt íþróttafélag, sem aflar tekna með flugeldasölu, í leiðinni. Um hver áramót togast á í mér annars vegar tryggðin við félagið og stráksleg gleðin við að framleiða sem mestan hávaða og læti og hins vegar nagandi samviska yfir þeirri mengun og sóðaskap sem þessu fylgir. Til þessa hafa tryggðin við félagið og stráksskapurinn haft yfirhöndina, en samviskan sækir þó í sig veðrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Kannski ég fái mér risatertu til að skjóta upp um áramótin og láti hana verða hina síðustu! Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun