Átta augnslys eftir fikt 2. janúar 2005 00:01 Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Átta augnslys hafa orðið á börnum vegna flugeldasprenginga síðan 30. desember. María Soffía Gottfreðsdóttir, sérfræðingur í augnlækningum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, segir nokkur tilvik þar sem börn brennast vegna flugelda koma upp á hverju ári. "Í ár eru fjögur af slysunum nokkuð slæm, það síðasta í fyrrinótt þar sem leggja þurfti barn inn. Fjögur af slysunum hafa hins vegar verið minniháttar þar sem börnin eru send heim eftir skoðun. Þetta eru allt drengir undir átján ára, nema einn sem er eldri," segir María en alvarlegustu slysin geta haft hræðilegar afleiðingar. "Sem betur fer missti enginn augað núna en kröftugustu sprengingarnar geta sprengt augað. Þá þurfa sjúklingar að gangast undir flóknar og oft endurteknar aðgerðir og getur farið svo að sjúklingur missi augað. Eitt barn um þessi áramót gekkst undir aðgerð og tvísýnt er með annað auga þess." Að sögn Maríu gerast slysin oft þegar börn eru að taka sundur sprengjur, safna púðri í rör og búat il kröftugari sprengjur. "Margir strákar fikta með flugelda en flugeldar eru alls engin leikföng. Ekki öll slys verða þannig en sú tilraunstarfsemi að búa til nýjar sprengjur er mjög varasöm. Það er afar sjaldgæft að stelpur sé að stunda þetta og slasast þær oftast sem áhorfendur." María segir ekki öll slys verða um sjálf áramótin heldur bæði fyrir og eftir og er verið að taka á móti sjúklingum nær allan janúar mánuð sökum flugeldasprenginga. "Ábyrgð foreldranna er mikil. Foreldrar eiga að passa börnin sín, fylgjast með þeim og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja flugeldum. Það er mikilvægt að börn séu með hlífðargleraugu og hanska og skjóta bara upp flugeldum með foreldrum sínum. Það á alls ekki að taka flugelda í sundur heldur nota þá á réttan hátt og fara eftir leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira