Rýnt í texta Megasar 13. október 2005 15:20 Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, blaðamaður og bókmenntafræðingur, mun kenna námskeiðið Megas Fram og aftur blindgötuna hjá Endurmenntun HÍ og hefst það 26. janúar. Þess var farið á leit við Þórunni að kenna námskeiðið en hún hefur ætíð haft gríðarlegan áhuga á textum Megasar. "Þó hann skipi þennan sess í okkar menningarlífi sem hann gerir hafa textarnir gjarnan orðið útundan í umræðunni um Megas, en það eru fyrst og fremst þeir sem hafa gert hann frægan," segir Þórunn, sem valdi námskeiðinu heiti sem er titill á einni af plötum Megasar, Fram og aftur blindgötuna. "Mér finnst þessi titill fanga kjarnann í höfundarverki Megasar en hann fjallar svo fallega um allar þessar blindgötur sem við röltum," segir Þórunn. Þetta er í fyrsta sinn sem námskeið af þessu tagi er haldið, þar sem rýnt verður í texta Megasar og fjallað verður um höfundarverk hans frá ýmsum hliðum en einnig um ævi hans og áhrifavalda. Viðtökur við verkum hans fyrr og nú og stöðu hans í íslenskri samtímamenningu eru meðal þess efnis sem tekið verður á en námskeiðið er gagnvirkt þar sem áhugi þátttakenda ræður að einhverju leyti hvaða texti og efnisþættir verða teknir fyrir. Megináhersla verður þó lögð á textarýni út frá ákveðnum þáttum eða þemum sem birtast ítrekað í verkum Megasar. Sem dæmi má nefna afhelgun og ádeilu, ást, reiði, húmor, vísanir, heilræði, lyfjafræði og Reykjavík Nám Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, blaðamaður og bókmenntafræðingur, mun kenna námskeiðið Megas Fram og aftur blindgötuna hjá Endurmenntun HÍ og hefst það 26. janúar. Þess var farið á leit við Þórunni að kenna námskeiðið en hún hefur ætíð haft gríðarlegan áhuga á textum Megasar. "Þó hann skipi þennan sess í okkar menningarlífi sem hann gerir hafa textarnir gjarnan orðið útundan í umræðunni um Megas, en það eru fyrst og fremst þeir sem hafa gert hann frægan," segir Þórunn, sem valdi námskeiðinu heiti sem er titill á einni af plötum Megasar, Fram og aftur blindgötuna. "Mér finnst þessi titill fanga kjarnann í höfundarverki Megasar en hann fjallar svo fallega um allar þessar blindgötur sem við röltum," segir Þórunn. Þetta er í fyrsta sinn sem námskeið af þessu tagi er haldið, þar sem rýnt verður í texta Megasar og fjallað verður um höfundarverk hans frá ýmsum hliðum en einnig um ævi hans og áhrifavalda. Viðtökur við verkum hans fyrr og nú og stöðu hans í íslenskri samtímamenningu eru meðal þess efnis sem tekið verður á en námskeiðið er gagnvirkt þar sem áhugi þátttakenda ræður að einhverju leyti hvaða texti og efnisþættir verða teknir fyrir. Megináhersla verður þó lögð á textarýni út frá ákveðnum þáttum eða þemum sem birtast ítrekað í verkum Megasar. Sem dæmi má nefna afhelgun og ádeilu, ást, reiði, húmor, vísanir, heilræði, lyfjafræði og Reykjavík
Nám Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira