Alfreð, Hjörleifur og Þórður Ben 14. janúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kirkjuklukkum hringt Bjarni Karlsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.