Ríkið niðurgreiðir rafmagnið 15. janúar 2005 00:01 Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira