Tíu ára fangelsi fyrir pyntingar 13. október 2005 15:23 Bandaríski herlögreglumaðurinn Charles Graner var í gærkvöldi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir pyntingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Um miðjan dag í gær var Graner fundinn sekur um misþyrmingarnar og er að auki talinn höfuðpaurinn í skipulögðum pyntingum í fangelsinu sem fólust í barsmíðum, fangarnir voru látnir leggjast naktir hver ofan á annan, þeir voru neyddir til að fróa sér, borða svínakjöt og drekka áfengi sem stangast á við trú þeirra. Varnir Graners fólust í því að hann hafi einungis verið að fylgja skipunum; hans hlutverk og annarra hafi verið að gera fangana auðsveipari fyrir yfirheyrslur. Dómstóllinn tók ekkert tillit til þessara varna og var hann dæmdur sekur. Nokkrum klukkustundum síðar var refsingin svo ákveðin, tíu ára fangelsi, og er Graner vikið úr hernum með skömm. Myndir sem hermenn tóku af niðurlægingu og pyntingum fanganna birtust í fjölmiðlum um allan heim síðastliðið vor og höfðu mikil áhrif á álit írakskra borgara, sem borgara annarra landa, á veru Bandaríkjahers í Írak og skoðanir á réttmæti innrásarinnar. Því hefur verið haldið fram að pyntingarnar í Abu Ghraib hafi verið einsdæmi en annað er að koma á daginn. Pyntingar og misþyrmingar eru einnig stundaðar í fangelsi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, samkvæmt skýrslu Alþjóða Rauða krossins, og skýrslur hafa borist um illa meðferð á föngum í Afganistan. Því er haldið fram að heimsbyggðin hafi aðeins séð toppinn á ísjakanum hvað þetta varðar. Sex herlögreglumenn til viðbótar hafa verið ákærðir fyrir pyntingar í Abu Ghraib. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Bandaríski herlögreglumaðurinn Charles Graner var í gærkvöldi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir pyntingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Um miðjan dag í gær var Graner fundinn sekur um misþyrmingarnar og er að auki talinn höfuðpaurinn í skipulögðum pyntingum í fangelsinu sem fólust í barsmíðum, fangarnir voru látnir leggjast naktir hver ofan á annan, þeir voru neyddir til að fróa sér, borða svínakjöt og drekka áfengi sem stangast á við trú þeirra. Varnir Graners fólust í því að hann hafi einungis verið að fylgja skipunum; hans hlutverk og annarra hafi verið að gera fangana auðsveipari fyrir yfirheyrslur. Dómstóllinn tók ekkert tillit til þessara varna og var hann dæmdur sekur. Nokkrum klukkustundum síðar var refsingin svo ákveðin, tíu ára fangelsi, og er Graner vikið úr hernum með skömm. Myndir sem hermenn tóku af niðurlægingu og pyntingum fanganna birtust í fjölmiðlum um allan heim síðastliðið vor og höfðu mikil áhrif á álit írakskra borgara, sem borgara annarra landa, á veru Bandaríkjahers í Írak og skoðanir á réttmæti innrásarinnar. Því hefur verið haldið fram að pyntingarnar í Abu Ghraib hafi verið einsdæmi en annað er að koma á daginn. Pyntingar og misþyrmingar eru einnig stundaðar í fangelsi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, samkvæmt skýrslu Alþjóða Rauða krossins, og skýrslur hafa borist um illa meðferð á föngum í Afganistan. Því er haldið fram að heimsbyggðin hafi aðeins séð toppinn á ísjakanum hvað þetta varðar. Sex herlögreglumenn til viðbótar hafa verið ákærðir fyrir pyntingar í Abu Ghraib.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira