Útskýrir aðdraganda Íraksmáls 17. janúar 2005 00:01 Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002-2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihlut nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak.“ Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a. „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks Framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkiráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sam hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002-2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihlut nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak.“ Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a. „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks Framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkiráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sam hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira