Reynir á Abbas 17. janúar 2005 00:01 "Það eru erfiðir tímar framundan," sagði Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að ljóst var að hann hafði unnið yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi fyrir rúmri viku. "Verkefni eru óþrjótandi við að byggja upp palestínskt þjóðfélag og tryggja öryggi borgaranna," sagði hann ennfremur. Abbas bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í kosningunum, og sigur hans var mjög afgerandi, sem var mjög gott bæði fyrir hann og umheiminn. Sæti Arafats er mjög vandfyllt, því þrátt fyrir að ýmislegt hafi þrifist í valdatíð hans sem ekki var talið heppilegt, var hann tákn Palestínu út á við, og átti sér ákveðinn sess í heimsmyndinni. Klúturinn hans gerði sitt til þess. Fyrstu dagana eftir kjör Abbas báru margir þá von í brjósti að nú skapaðist tækifæri til þess að koma á friðarviðræðum í deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna. Þessar vonir fengu aukið vægi þegar þær fréttir bárust að þeir hefðu ræðst við í síma, Sharon, forsætisráðhera Ísraels, og Abbas, nýkjörinn forseti heimastjórnarinnar. Sharon var þá að óska honum til hamingju með kosningasigurinn, og þeir munu jafnframt hafa ákveðið að hittast fljótlega. Leiðtogar þjóðanna höfðu þá ekki ræðst við í tæp fjögur ár, eða frá því í febrúar 2001 þegar leiðtogar Ísraelsmanna sögðu að Jasser Arafat væri ekki viðræðuhæfur á meðan hann stöðvaði ekki hryðjuverkaárásir palestínskra vígamanna. Auk þess sem símtal leiðtoganna vakti von í hugum margra var líka annað sem vakti von, en það var að Simon Peres skyldi enn á ný taka sæti í ríkisstjórn í Ísrael. Hann hefur verið talinn hófsamari og samningaliprari en fyrrverandi hershöfðinn Sharon, sem virðist aldrei geta farið úr herbúningi sínum. Þrátt fyrir að þetta hafi vakið vonir í hugum margra, voru líka aðrir sem voru ekki eins bjartsýnir og byggðu á reynslu undanfarinna ára. Þeir sem voru hvað bjartsýnastir fyrir helgi um þróun mála eftir símtal leiðtoganna, urðu að bíta í það súra epli nú um helgina að enn á ný blossuðu upp bardagar á báða bóga. Ísraelar gerðu árás á Palestínumenn á Gaza og felldu nokkra, og vígamenn í liði Palestínumanna skutu flugskeyti á bæ í Ísrael. Þetta er svona smækkuð mynd af þróun mála í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna á undanförnum árum og fólk er eiginlega hætt að leggja við hlustir um svo og svo marga fallna í liði hvorrar fylkingar um sig. Þetta á sérstaklega við þegar stóratburðir eru að gerast annars staðar í heiminum. Þá hefur stundum verið sagt að deilendur í Mið-Austurlöndum efni til ófriðar, bara til að minna á sig. En það skal tekið undir með Abbas sem hann sagði í síðustu viku um erfiða tíma framundan. Kannski eru viðbrögð hans við árásum herskárra Palestínumanna á Ísraela merki um að hann ætli raunverulega að reyna að hafa hemil á sínu liði, en hann sagði að árásirnar um helgina sköðuðu málstað Palestínumanna og skipaði öryggissveitum að koma í veg fyrir þær. Betur að satt reynist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
"Það eru erfiðir tímar framundan," sagði Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að ljóst var að hann hafði unnið yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi fyrir rúmri viku. "Verkefni eru óþrjótandi við að byggja upp palestínskt þjóðfélag og tryggja öryggi borgaranna," sagði hann ennfremur. Abbas bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í kosningunum, og sigur hans var mjög afgerandi, sem var mjög gott bæði fyrir hann og umheiminn. Sæti Arafats er mjög vandfyllt, því þrátt fyrir að ýmislegt hafi þrifist í valdatíð hans sem ekki var talið heppilegt, var hann tákn Palestínu út á við, og átti sér ákveðinn sess í heimsmyndinni. Klúturinn hans gerði sitt til þess. Fyrstu dagana eftir kjör Abbas báru margir þá von í brjósti að nú skapaðist tækifæri til þess að koma á friðarviðræðum í deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna. Þessar vonir fengu aukið vægi þegar þær fréttir bárust að þeir hefðu ræðst við í síma, Sharon, forsætisráðhera Ísraels, og Abbas, nýkjörinn forseti heimastjórnarinnar. Sharon var þá að óska honum til hamingju með kosningasigurinn, og þeir munu jafnframt hafa ákveðið að hittast fljótlega. Leiðtogar þjóðanna höfðu þá ekki ræðst við í tæp fjögur ár, eða frá því í febrúar 2001 þegar leiðtogar Ísraelsmanna sögðu að Jasser Arafat væri ekki viðræðuhæfur á meðan hann stöðvaði ekki hryðjuverkaárásir palestínskra vígamanna. Auk þess sem símtal leiðtoganna vakti von í hugum margra var líka annað sem vakti von, en það var að Simon Peres skyldi enn á ný taka sæti í ríkisstjórn í Ísrael. Hann hefur verið talinn hófsamari og samningaliprari en fyrrverandi hershöfðinn Sharon, sem virðist aldrei geta farið úr herbúningi sínum. Þrátt fyrir að þetta hafi vakið vonir í hugum margra, voru líka aðrir sem voru ekki eins bjartsýnir og byggðu á reynslu undanfarinna ára. Þeir sem voru hvað bjartsýnastir fyrir helgi um þróun mála eftir símtal leiðtoganna, urðu að bíta í það súra epli nú um helgina að enn á ný blossuðu upp bardagar á báða bóga. Ísraelar gerðu árás á Palestínumenn á Gaza og felldu nokkra, og vígamenn í liði Palestínumanna skutu flugskeyti á bæ í Ísrael. Þetta er svona smækkuð mynd af þróun mála í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna á undanförnum árum og fólk er eiginlega hætt að leggja við hlustir um svo og svo marga fallna í liði hvorrar fylkingar um sig. Þetta á sérstaklega við þegar stóratburðir eru að gerast annars staðar í heiminum. Þá hefur stundum verið sagt að deilendur í Mið-Austurlöndum efni til ófriðar, bara til að minna á sig. En það skal tekið undir með Abbas sem hann sagði í síðustu viku um erfiða tíma framundan. Kannski eru viðbrögð hans við árásum herskárra Palestínumanna á Ísraela merki um að hann ætli raunverulega að reyna að hafa hemil á sínu liði, en hann sagði að árásirnar um helgina sköðuðu málstað Palestínumanna og skipaði öryggissveitum að koma í veg fyrir þær. Betur að satt reynist.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun