Gagnagrunnur um líffæragjafa 3. febrúar 2005 00:01 Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira