Palestínumenn hætti árásum 11. febrúar 2005 00:01 Forseti Palestínumanna krafðist þess í dag að herskáar hreyfingar Palestínumanna hættu strax öllum árásum á Ísraela. Forsetinn hefur rekið níu foringja úr öryggissveitum sínum. Samtök eins og Hamas hafa lýst því yfir að þau telji sig ekki bundin af vopnahléinu sem þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tilkynntu um í síðustu viku. Í gær létu Hamas eldflaugum rigna yfir ísraelska landnemabyggð og var þá vopnahléið strax í hættu. Abbas brást hart við, rak æðsta yfirmann öryggissveita sinna úr starfi og átta foringja aðra. Forsetinn fór svo til Gaza í gær til viðræðna við herskáa leiðtoga skæruliðahreyfinga. Þar krafðist hann þess að sér yrði hlýtt og sagði að öryggissveitirnar yrðu sendar gegn þeim sem ryfu vopnahléið. Líklega er það nokkuð umhugsunarefni fyrir hina herskáu foringja því Abbas og öryggissveitirnar vita nákvæmlega hverjir þeir eru og hvar þeir eru. Miðstjórn Fatah, hreyfingar forseta, lýsti um leið yfir neyðarástandi í öryggissveitunum, sem færir þeim meiri völd, til þess að koma í veg fyrir ofbeldisverk. Ísraelar hrósuðu Abbas fyrir skjót viðbrögð en vöruðu jafnframt við því að þolinmæði þeirra væri takmörkuð og þeir myndu taka málin í sínar eigin hendur, ef forsetanum tækist ekki fljótlega að stilla til friðar. Þetta er eiginlega dálítið kaldhæðnislegt. Ísraelar hafa jú haft málin í sínum höndum í heil fjögur ár, án þess að geta stillt til friðar. Það væri kannski hægt að gefa palestínska forsetanum nokkra daga í viðbót. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Forseti Palestínumanna krafðist þess í dag að herskáar hreyfingar Palestínumanna hættu strax öllum árásum á Ísraela. Forsetinn hefur rekið níu foringja úr öryggissveitum sínum. Samtök eins og Hamas hafa lýst því yfir að þau telji sig ekki bundin af vopnahléinu sem þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tilkynntu um í síðustu viku. Í gær létu Hamas eldflaugum rigna yfir ísraelska landnemabyggð og var þá vopnahléið strax í hættu. Abbas brást hart við, rak æðsta yfirmann öryggissveita sinna úr starfi og átta foringja aðra. Forsetinn fór svo til Gaza í gær til viðræðna við herskáa leiðtoga skæruliðahreyfinga. Þar krafðist hann þess að sér yrði hlýtt og sagði að öryggissveitirnar yrðu sendar gegn þeim sem ryfu vopnahléið. Líklega er það nokkuð umhugsunarefni fyrir hina herskáu foringja því Abbas og öryggissveitirnar vita nákvæmlega hverjir þeir eru og hvar þeir eru. Miðstjórn Fatah, hreyfingar forseta, lýsti um leið yfir neyðarástandi í öryggissveitunum, sem færir þeim meiri völd, til þess að koma í veg fyrir ofbeldisverk. Ísraelar hrósuðu Abbas fyrir skjót viðbrögð en vöruðu jafnframt við því að þolinmæði þeirra væri takmörkuð og þeir myndu taka málin í sínar eigin hendur, ef forsetanum tækist ekki fljótlega að stilla til friðar. Þetta er eiginlega dálítið kaldhæðnislegt. Ísraelar hafa jú haft málin í sínum höndum í heil fjögur ár, án þess að geta stillt til friðar. Það væri kannski hægt að gefa palestínska forsetanum nokkra daga í viðbót.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira